• 1. Object
  • 2. Object

-3.3° - ANA 4.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Stuttar fréttir á nýju ári – félagsstarf að hefjast

Þá hefjum við nýtt golfár og þar sem Urriðavöllur er undir snjó og búast má við því að þannig verði ástandið eitthvað fram á vorið þá reynum við að stytta okkur stundir með félagsstarfi og námskeiðum meðan aðstæður leyfa ekki annað.

Gönguhópur GO stefnir á að fyrsta ganga vetrarins fari fram næstkomandi laugardag 18. janúar klukkan 11:00, gengið verður frá golfskálanum og hvetjum við þá sem ætla að vera með að mæta tímalega. Við munum nýta laugardagana í þessar göngur eitthvað fram í mars ef aðstæður leyfa og bjóða upp á léttar veitingar ef hægt er að lokinni göngu. Allar upplýsingar um hverja gönguferð verða settar inn á facebook-síðu hópsins sem vert er að gerast meðlimur í ef áhugi er á að vera með í þessum gönguferðum.  Hægt er að smella hér til að fara á síðu gönguhópsins. 

Kvennanefnd GO hefur ákveðið að hefja árlegu púttmótaröð sína mánudaginn 20. janúar næstkomandi og mun mótaröðin í ár fara fram á glænýju grasteppi í Hraunkoti sem verið að standsetja þessa dagana. Púttmótið hefst klukkan 19:45 og þegar full dagskrá kvennanefndar í vetur í klár munum við birta nánari fréttir af henni.

Félagsnefnd GO er að vinna í dagskrá vetrarins en vonir standa til að koma á púttmótaröð og einhverju skemmtilegu til að létta á biðinni eftir opnun Urriðavallar. Nefndin getur bætt við sig áhugasömum félagsmönnum ef einhver iðar í skinninu að láta ljós sitt skína. Hægt er að senda póst á oddur@oddur.is ef áhugi er á því að starfa með nefndinni. 

Innheimta félagsgjalda 2020 er komin á fullt og margir hafa gengið frá skiptingu á greiðslukort og greiðsluseðla eins og boðið var upp á í desember. Þeir sem ekki hafa enn klárað það en vilja skipta greiðslum á greiðslukort eða greiðsluseðla í allt að fjögur skipti þurfa að bregðast snöggt við og klára það fyrir 15. janúar með því að fara inn á vefslóðina oddur.felog.is en eftir það munu almennir greiðsluseðlar á alla þá sem ekki eru að skipta greiðslum fara út undir nafni greiðslumiðlunar sem sér um innheimtu félagsgjalda 2020. Allar breytingar eftir 15. janúar bera með sér auka kostnað og því um að gera að klára málið sem fyrst. 

Nýtt símanúmer Golfklúbbsins Odds 585-0050 eins og einhverjir hafa tekið eftir höfum við aðeins kynnt nýtt símanúmer í undanförnum póstum en samhliða því að við tókum inn ljósleiðara var ákveðið að skipta út okkar gamla símanúmeri sem þjónað hefur okkur frá upphafi. Við þökkum gamla númerinu fyrir góð og vel unnin störf og vonum að vel gangi að muna nýja númerið.

< Fleiri fréttir