• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lærlingur opnar 4. maí klukkan 15:00

Mánudaginn 4. maí verður reglum í samkomubanni aflétt að hluta og verður æfingasvæði okkar því opnað á nýjan leik og vonandi geta kylfingar glaðst yfir því að geta mætt og fínpússað sveifluna fyrir opnun Urriðavallar og Ljúflings. Vegna vinnu við völtun á æfingasvæðinu og hreinsun mun svæðið ekki opna fyrr en klukkan 15:00 og næstu daga opnar það ekki fyrr en klukkan 10:00 á morgnana. Nánari opnunartími verður svo auglýstur eftir næstu helgi.

Við búumst við að margir kylfingar leggi leið sína á æfingasvæðið og biðjum alla að kynna sér þessar þær reglur um umgengni sem settar verða upp við innganga og munu gilda frá og með mánudegi:

  • Við skiptum æfingabásunum í tvö svæði og notum báða innganga inn í skýlið. Inngangur A er fyrir almenna kylfinga sem eru að nýta sér bása en Inngangur B er fyrir golfkennara og nemendur þeirra.
  • Góð regla er að athuga hvort bás sé laus áður en farið er í boltavél og gott að koma golfsetti þar fyrir áður en boltar eru sóttir.
  • Hjálpumst að við að láta umferð í kringum boltavél ganga hratt og örugglega fyrir sig og virðum 2 metra regluna á öllu svæðinu
  • Boltar fara í gegnum sótthreinsun eftir hverja notkun og sjá starfsmenn sem týna upp boltana um þá vinnu og skila þeim hreinum í boltavél. Kylfingar skulu sjálfir gæta hreinlætis í kringum boltakörfur og almennt hvað varðar aðra snertifleti.
  • Aðgengi verður að spritti fyrir og eftir iðkun.

SVÆÐI B – GOLF AKADEMÍA ODDS

Básar á svæði B (6 básar) sem eru ætlaðir golfkennurum og eru afmarkaðir með golfpokum eða á annan hátt eru fráteknir fyrir golfkennslu frá 16:00 – 20:00 (mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga)

Utan þessara tíma er svæðið einnig hugsað fyrir golfkennara sem hafa þar forgang með sína nemendur en séu básar lausir er velkomið að nýta þá en víkja þarf ef golfkennari þarf að nýta svæðið fyrir sína nemendur. Í einhverjum tilvikum þurfa kennarar meira svæði og nýta þá einnig bása á svæði A en við reynum að takmarka það eins og kostur er.

Golfskáli GO
Samkvæmt reglum sem taka gildi á mánudag þá má hámarksfjöldi í golfskála vera 50 manns og munu starfsmenn fylgjast með að fjöldatakmörk séu virt. Hægt verður að versla botlakort virka daga til 16:00 og það styttist í að við lengjum opnunartíma og verður það auglýst síðar. Við biðjum kylfinga um að sýna skilning og samvinnu hvað fjöldatakmarkanir varðar.

Hlökkum til að taka á móti ykkur!

< Fleiri fréttir