• 1. Object
  • 2. Object

3.6° - SSV 3.1 m/s

585 0050

Book Tee Times

Aukið framboð rástíma á Urriðavöll

Eins og félagsmenn okkar hafa orðið varir við þá hefur verið mikil eftirspurn eftir rástímum á Urriðavöll það sem af er sumri og þannig hefur ástandið verið almennt á golfvöllum landsins síðustu vikur. Eftirspurn eftir rástímum er meiri en framboðið og þessi aukna eftirspurn kallar á aðgerðir að hálfu klúbbsins. 

Til að reyna að bregðast við þessu hefur verið ákveðið að fjölga rástímum þannig að ræst verður út á 9 mínútna fresti í stað 10 mínútna og hefjum við rástímaskráningu frá klukkan 7:00 alla daga

Leiktími á Urriðavelli hefur verið einstaklega góður undanfarin ár og við finnum að með breyttum golfreglum þar sem leitartími hefur verið styttur og leyfilegt er að hafa stöngina í þegar púttað er hefur leikhraði í golfi klárlega aukist. Til að þetta gangi allt upp er mikilvægt að félagsmenn og aðrir séu vel með á nótunum hver þeirra rástími er og mikilvægt er að fara af stað þegar klukka á ræsiskofa sýnir rástíma leikhópsins (hvorki fara fyrr né of seint eins og Baldur hefur kennt okkur undanfarin ár)

Þjónusta i golfskála mun áfram hefjast kl. 7:45 eins og áður og opið er til 22:00.

Ávinningur
Með þessu fyrirkomulagi bætast við 14 holl á Urriðavöll daglega eða 56 kylfingar sem gerir að 392 kylfingar geta bókað sig vikulega umfram það framboð sem í boði er í dag sem verður að teljast veruleg aukning. 

Ákveðið hefur verið að þessar breytingar taki gildi frá og með 19. júní ogþýðir það að þegar opnað verður fyrir rástímabókanir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 16.júní fyrir næsta föstudag 19. júní þurfa félagsmenn að velja eftirfarandi völl til að bóka sig í golf:

  • Urriðavöllur (7:00 – 22:00) – 9 mín

Ef aftur á móti á að gera breytingar á áður bókuðum rástímum fyrir dagana 16. – 18. júní þá þarf að hafa í huga að velja okkar gamla uppsetta 10 mínútna völl

  • Urriðavöllur

Staðfesting á mætingu á rástíma:
Undanfarnar vikur hefur nokkuð borið á því að kylfingar sem eru bókaðir mæti ekki og ætlum við að herða reglur okkar hvað varðar “no show” eins og kerfið kallar það og við minnum á að skylda er að staðfesta komu sína og til þess er hægt að nota appið, skrá sig í tölvu í golfskálanum eða óska aðstoðar í afgreiðslu ef starfsmenn eru lausir til að aðstoða við slíkt en ábyrgðin er kylfingsins að staðfesta komu sína.

Til að auðvelda kylfingum að staðfesta komu sína þá ætlum við að breyta stillingum þannig að heimilt er að staðfesta alla aðila sem bókaðir eru saman sem hópur hvort sem um er að ræða tvo, þrjá eða fjóra. Áður þurfti hver og einn að staðfesta sig en þarna opnast fyrir þann möguleika að ef ég t.d. bóka mig og annan leikmann getur hvor okkar sem er staðfest komu beggja. Athugið að aðilar sem skrá sig eða aðra í sitthvoru lagi á sama rástíma verða sjálfir að staðfesta sig eða sinn hóp.

Að lokum:
Það er alveg ljóst að ekki munu allir fá þann rástíma sem þeir vilja við þessar aðgerðir en við vonumst eftir að þessar breytingar muni hjálpa til. Við viljum einnig minna á að til að rástímar nýtist sem best er nauðsynlegt að félagsmenn haldi áfram að vera duglegir að afbóka sig með góðum fyrirvara.

Við minnum einnig á vinavelli GO sem vonandi geta aðstoðað okkur að taka á því ef fullbókað er á Urriðavöll þrátt fyrir þessar aðgerðir. Þsð er alltaf gaman að heimsækja skemmtilega velli sem við erum stolltir af að kalla okkar vinavelli. 

Með góðri kveðju, 

Stjórn og starfsfólk Golfklúbbsins Odds

< Fleiri fréttir