• 1. Object
  • 2. Object

-3.6° - ANA 3.2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Baldur 60 ára

Baldur H. Hólmsteinsson heldur upp á sextugs afmælis sitt í dag miðvikudaginn 7. október og ætlar hann að fagna deginum í vinnunni og sinna kylfingum á sínum stað eins og hans er von og vísa.

Það þarf ekki að kynna þennan mann fyrir félagsmönnum enda hefur hann verið stoð og stytta okkar golfklúbbs á ýmsum vígstöðvum undanfarin ár og áratugi. Það er ekki ofsögum sagt að Baldur sinni vallaraðstoðar starfi sínu eins og herforingi og sögur af dugnaði hans og hjálpsemi berast víða og honum er hampað af gestum ekki síður en af okkar eigin félagsmönnum og viljum við hér því færa honum okkar innilegustu afmæliskveðjur frá stjórn, starfsmönnum og fyrir hönd félagsmanna. 

Þetta eru vissulega skrítnir og erfiðir tímar ekki bara að verða 60 ára 🙂 fyrir svona dugnaðarfork heldur er Covid veiran að herja á okkur af miklum krafti og setja smá skorður í upphaflega áætlun Baldurs sem gekk út á að halda veglegt afmælisgolfmót á Urriðavelli. Eftir að það kvissaðist út að hann stefndi á golfmót og listinn sem hann byrjaði að fylla út í kladdann sinn stækkaði og stækkaði var staðan orðin sú áður en langt var um liðið að nánast var orðið fullt í mótið. Vissulega komust mun færri að en vildu og hann sjálfur hefði svo sannarlega viljað geta tekið á móti fleirum á þessum tímamótum en aðstæður á ýmsan hátt hamla því eða takmarka og því tökum við tillit til þess á þessum degi. 

TIl að mæta nýjum sóttvarnarreglum, fjöldatakmörkunum og gæta fyllsta öryggis hefur áður auglýstu móti verið breytt í hefðbundið golfspil á rástímum. Rástímar mótsins halda sér sem rástímar þessa dags og þegar þessi frétt er að detta í loftið eru einhverjir stakir tímar lausir og velkomið að hafa samband við okkur og við fyllum í þær eyður sem eru svo rástímar dagsins sé nýttir.  Nokkrir punktar hérna fyrir neðan eru tilmæli sem við biðjum þá kylfinga sem eiga þá rástíma í dag um að hafa í huga og eða ef einhverjir eru að hugsa um að heimsækja Baldur í tilefni dagsins.  – Allir eru beðnir um að virða 2 metra regluna, spritta sig og gæta að hreinlæti.

– Grímur eru velkomnar og við hvetjum kylfinga til að nota þær ef aðstæður bjóða ekki upp á annað.

– Rástímar morgundagsins standa eins og þeir eru birtir undir afmælisgolfmóti Baldurs í mótaskrá.

– Kylfingar eru beðnir um að takmarka umferð um golfskála áður en þeir halda á sína rástíma.

– Að loknu spili er í boði fyrir ráshópa að koma við í golfskála og þiggja veitingar, einungis verður notast við einnota umbúðir, starfsmenn golfskála skera og afhenda allar veitingar, við takmörkum tíma á hvern ráshóp við hámark 20 mínútur í golfskálanum og einungis 20 manns inni í einu.

– Þeir sem ætla að heimsækja Baldur í tilefni dagsins er bent á að hann verður úti á velli á sínum stað á 5. braut þar sem hann sjálfur stjórnar umferðinni til sín og frá sér, þannig að ef einhverjir hafa í huga að fá sér göngutúr og kíkja á hann þá gætið að því að golfkúlur og kylfingar eru á ferð og flugi um svæðið og því kannski ráðlegt að halda sér heima eða hið minnsta gæta að fjarlægðar takmörkunum og 2 metra reglunni.

– Það er svo vissulega í boði að kasta á hann kveðju hvenær sem er næstu daga, við látum inn mynd og kveðju á facebook og þar er þá hægt að senda fallega rafræna kveðju sem við komum til skila og næstu vikur meðan opið er hér á svæðinu er alltaf hægt að kasta á hann kveðju og það ætti að hjálpa til við stuðla ekki að óþarfa umferð um svæðið þennan dag og í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu það eina rétta í stöðunni hjá þeim sem ekki eiga leið vegna rástíma. 

Einhverjir hafa verið í sambandi við okkur síðustu daga og forvitnast um gjafir og annað sem hægt væri að gefa Baldri og í samráði við hann til að auðvelda stöðuna fyrir einhverja sem vilja gleðja hann þá er hér reikningsnúmer neðar í þessum pósti sem velkomið er að leggja inn á til að hann geti þá sjálfur glatt sig síðar með góðri gjöf. Auðvitað er öllum velkomið að koma með gjafir í einhverju formi í dag eða næstu daga en hann vildi afþakka blóm og kransa, knús og kossa vegna aðstæðna. Það væri skemmtilegt fyrir Baldur ef við sem njótum hans þjónustu á vellinum leggðum andvirði góðrar vinnustaðagjafar inn á hans reikning sem oft er 500 – 1000 kr á mann og það er líklegt að þá sannist máltækið að margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmer: 0117 – 26 – 2769  kt. 071060-2769

Eins og staðan er núna horfum við á að dagurinn sé hefðbundin golfdagur hér á Urriðavelli þar sem kylfingar koma á sinn rástíma og leika golf og það ætti allt að samræmast þeim reglum sem eru í gangi núna.

Fyrirkomulagið á “mótinu” rástímum er hugsað þannig að á fyrri 9 holum er leikið texas scramble og aðferðin þar frjáls þannig að kylfingar eiga ekki að þurfa að snerta neitt nema sinn eiginn golfbolta og útbúnað. Á seinni 9 geta leikhópar sem halda áfram að spila, leikið það fyrirkomulag sem hverjum hópi hentar. Ekki er um mót að ræða í þeim skilningi og við tökum ekki við skorkortum né afhendum þau en öllum er frjálst að sjá um sig í þeim efnum ef áhugi er á því.  Við ætlumst til að allir fari eftir þeim tilmælum sem eru í gangi og saman getum við þá átt hér góðan dag og fagnað þessum tímamótum með Baldri á einn eða annan hátt.  Kveðja, 
Stjórn og starfsmenn GO
< Fleiri fréttir