• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfvallarsvæði GO lokað

Viðbragðshópur Golfsambands Íslands beindi þeim tilmælum til allra golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu í morgun að loka golfvöllum sínum fram til 19. október, eða þar til ný fyrirmæli berast frá yfirvöldum. Nánar tiltekið er um að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi. 

Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að smitum vegna Covid-19 hefur fjölgað verulega á höfuðborgarsvæðinu á síðustu dögum og líkur á veldisvexti smita í faraldrinum hafa aukist. 

Golfklúbburinn Oddur hefur tekið þá ákvörðun að standa með yfirvöldum og virða þessi tilmæli og leggja okkar að mörkum á þennan hátt. Það er vissulega svo að þetta var óvæntur endir á frábæru en jafnframt óvenjulegu golftímabili og færum við öllum félagsmönnum og þeim sem heimsóttu okkur í sumar innilegar kveðjur og þakkir fyrir liðið sumar. 

Við tökum það fram að allt golfsvæðið hér hjá okkur er lokað, Urriðavöllur, Ljúflingur og æfingasvæðið og biðjum við alla um að virða það. Þessi ákvörðun hefur þau áhrif að Urriðavelli og Ljúflingi hefur verið lokað endanlega á þessu ári. Við munum svo meta aðstæður eftir 19. október og skoða hvort hægt verði að opna vetrarvöll eða æfingasvæðið en nánari tilkynningar um slíkt munu berast síðar.

Þá beinir GSÍ þeim tilmælum til kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að virða framangreindar takmarkanir og leita þannig ekki til golfvalla utan höfuðborgarsvæðisins, enda hafa yfirvöld beint því til höfuðborgarbúa að vera ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur. 

Með því að sýna samstöðu aukum við líkur á því að vinna bug á þessari leiðinlegu stöðu.

Baráttukveðjur,
Starfsfólk GO
< Fleiri fréttir