• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Liðakeppni GO – stutt í fyrsta mót, skráning liða í gangi, á ekki að vera með !

Hin sívinsæla liðakeppnismótaröð GO fer að hefjast og verður fyrsta mótið þann 22. maí og opnað hefur verið fyrir skráningu á rástíma í því móti. (skráning opin á golf.is). Við hvetjum félagsmenn til að hóa í góðan hóp og mynda lið. Á síðasta ári voru 28 lið skráð til leiks og við viljum gera betur í ár.


 
Skráning liða fer þannig fram:
Senda skal rafpóst á netfangið afgreidsla@oddur.is
Efni: Liðakeppni GO 2021
Taka skal fram: Nafnið á liðinu. Nöfn liðsmanna ásamt félagsnúmeri. Einnig þarf að taka fram hver er fyrirliði/tengiliður liðsins og þarf að fylgja símanúmer og netfang þess aðila.  Hámarks fjöldi keppenda í liði er 6 en lágmark 2.
 
 
Reglur liðakeppninnar:
1: Þátttökurétt hafa meðlimir GO sem eru með gilda forgjöf.
2: Leiknar eru 6 umferðir (mót) og telja þrjú bestu til stiga.
3: Fjöldi leikmanna í hverju liði mega vera 2 – 6, það mega allir spila í hverju móti og telja tvö bestu skor liðsins
4. Ekki mega vera fleiri en tveir kylfingar sama liðs í sama ráshóp. (nema í móti nr. 6 sjá leikform mótsins).
5: Ef lið eru jöfn í móti (skor tveggja bestu leikmanna) þá telur þriðji leikmaðurinn, síðan fjórði svo fimmti og síðan sjötti ef þarf. Ef keppt er í pörum (greensome/betribolti) skal lið tvö telja næst og svo lið þrjú ef skera þarf úr um sigurvegara. 
6: Ef lið eru jöfn að stigum í lok mótaraðarinnar skal fjórða mótið telja, svo fimmta og síðan sjötta ef með þarf.
7. Hámarksleikforgjöf er sem hér segir: Karlar: 28 og Konur 32
8. Veitt eru verðlaun fyrir 10 efstu sætin í liðakeppninni.
9. Veitt eru verðlaun fyrir næst holu í öllum mótunum á par 3 brautum vallarins. Lengsta teighögg karla á 11. braut og lengsta teighögg kvenna er á 9. braut í öllum mótunum. Ef fleiri en einn kylfingur er með mælingu jafnlanga þá útskurðast samkvæmt reglum um mótahald GO sjá oddur.is mótahald. Ýmis aukaverðlaun verða svo veitt en þau verða kynnt síðar. 
10: Ef ágreiningur kemur upp þá skal senda skriflega öll erindi á netfangið afgreidsla@oddur.is
 

 Keppnisdagar. (með fyrirvara um breytingar)
 
Mót nr.1: Laugardagurinn 22. maí. (punktakeppni)
​Rástímar frá 08:00 – Rástímaskráning opnar 11. maí kl. 10:00
Leikfyrirkomulag: Punktakeppni tvö bestu skor telja.
Ekki mega vera fleiri en tveir leikmenn í sama liði í sama ráshóp. 
———————————————————————
Mót nr.2: Mánudagurinn 7. júní. (betri bolti)
Rástímar frá 11:00 Rástímaskráning opnar 24. maí kl.10:00
Leikfyrirkomulag:  Betri bolti: Besta skor pars telur (punktar)  
Ekki mega vera fleiri en tveir leikmenn í sama liði í sama ráshóp. 
———————————————————————
Mótið nr. 3: Mánudagurinn 28. júní. (punktakeppni)
Rástímar frá 11:00 Rástímaskráning opnar 15. júní kl.10:00
Leikfyrirkomulag: Punktakeppni: Tvö bestu skor telja (punktar)
Ekki mega vera fleiri en tveir leikmenn í sama liði í sama ráshóp. 
———————————————————————
Mót nr.4: Mánudagurinn 26. júlí. (greensome)
Rástímar frá 11:00 Rástímaskráning opnar 19. júlí kl.10:00
Leikfyrirkomulag: Greensome (punktar)  
Ekki mega vera fleiri en tveir leikmenn í sama liði í sama ráshóp. 
———————————————————————
Mótið nr. 5: Mánudagurinn 23. ágúst. (punktakeppni)
Rástímar frá 11:00 Rástímaskráning opnar 16. ágúst kl.10:00
Leikfyrirkomulag: Punktakeppni: Tvö bestu skor telja (punktar)
Ekki mega vera fleiri en tveir leikmenn í sama liði í sama ráshóp. 
———————————————————————
Lokamótið. – Mót nr.6: Laugardagurinn 4.sept. (lokahóf um kvöldið)
Rástímar frá 8:00  Rástímaskráning opnar 30. ágúst kl.10:00
Leikfyrirkomulag: Powerade-afbrigði: Betri bolti Allir liðsmenn mega spila.
Í þessu móti verða keppendur að vera án liðsfélaga á rástíma.
Keppt er í punktakeppni og telur besta skor liðsmanns (punktar)
á hverri braut fyrir sig. Því fleiri sem keppa fyrir lið sitt því meiri möguleiki á flottu skori. Það má segja að verið sé að keppa í betri bolta en liðsfélagar vita ekki skor hina. Ekki er leyfilegt að gefa öðrum í liðinu upp skor sitt.
Úrslit úr mótinu verða kunngerð í lokahófinu um kvöldið.

Með bestu golfkveðjum.
Mótsstjórn.

Stadarreglur-Lidak.-1-COVID-2021-14830

Reglur-og-keppnisskilmalar-lidakeppninnar-2214831

< Fleiri fréttir