• 1. Object
  • 2. Object

-6° - ASA 1.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Almennar keppnisreglur

Ef vafi leikur á um verðlaun í móti á Urriðavelli gilda almennar reglur á Urriðavelli eins og hér er tilgreint:


Lengsta teighögg:  Höggið skal alltaf vera á snöggslegnu svæði þ.e. á braut á þeirri holu sem keppt er um þau verðlaun. 

Næst holu: Ekki þarf að vera með boltann á flöt þegar mælt er. Sá keppandi sem á högg næst holu fær þau verðlaun, högg sem er ofaní holu telst næst holunni. Ef keppt er um nándarverðlaun í 2 eða fleiri höggum gildir það sama, sá sem t.d. setur ofan í holu í öðru höggi þar sem veitt eru verðlaun fyrir næst í tveimur höggum telst næstur holu.
Séu fleiri en einn keppandi með sama árangur t.d. næst holu skal varpa hlutkesti um hvor fær verðlaun fyrir þann árangur.
Það sama á við um allar mælingar og annað sem boðið er upp á t.d. næst miðlínu, hitt flöt, fugl/örn/albatross eða hola í höggi, nema annað sé sérstaklega tekið fram í keppnisskilmálum.

Sé keppni á vegum GO í gangi og engir sérstakir keppnisskilmálar auglýstir gilda ofangreindar reglur.

Afskráning úr móti: Þegar auglýstur skráningarfrestur í mót er liðinn telst keppandi skuldbundin mótsgjaldi hvort sem hann hafi greitt það við skráningu eða eigi að greiða það á mótsstað. Mikilvægt er samt að tilkynna forföll og mótsnefnd metur hvort endurgreiðsla er réttmæt og getur óskað eftir læknisvottorði ef með þarf.

Golfklúbburinn Oddur er undanskilinn ábyrgð á þeim reglum og keppnisskilmálum eða skilgreiningum sem fyrirtæki setja sér varðandi úrskurði eða fyrirkomulag í boðsmótum á Urriðavelli.

Almennar staðarreglur um hegðun

almennar-stadarreglur-um-hegdun