• 1. Object
  • 2. Object

3.8° - SSV 4.6 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lokastaða á Íslandsmóti golfklúbba í 1. deild

Við byrjum að sjálfsögðu á fréttum af okkar kvennasveit sem stökk inn í mótið á síðustu stundu eftir að lið GS hætti við þátttöku. Okkar konur voru nánast búnar að pakka í ferðalag á Grundarfjörð þar sem þeir voru skráðar til leiks í 2. deild kvenna þegar ósk kom fram um að við tækjum sæti í deild þeirra bestu. Að sjálfsögðu var stokkið á það þrátt fyrir að undirbúningur hafi ekki miðað að því að leika í efstu deild enda okkar konur verið óslitið í efstu deild kvenna síðan 2013 ef ég fer með rétt mál og því öllu vanar í þessum efnum.

Liðið var skipað 8 konum og einum farþega þar sem Hrafnhildur Guðjónsdóttir er ólétt og þrátt fyrir skakkaföll rétt fyrir mót og á meðan á móti stóð léku okkar konur gott golf og eftir hörku lokaleik við lið Golfklúbbs Vestmannaeyja sem endaði með jafntefli 2,5 vinningur á móti 2,5 urðu okkar konur að sætta sig við fall í 2. deild. Innbyrðis úrslit í leikjum við Keilis konur og lið Skagastrandar um 5 – 8. sæti voru liði GV hagstæðari og því féllu okkar konur. Við sjáum svo hvað næsta ár ber í skauti sér og kannski ráð að undirbúa liðið bæði fyrir 1. og 2. deild.

Mótið í heild var hin besta skemmtun og golfvellir GR (Korpan) og GM (Hlíðavöllur) voru í toppstandi og þökkum við þessum klúbbum innilega fyrir frábært mót. VIð óskum GR innilega til hamingju með að ná tvöföldum sigri í ár en bæði kvenna – og karlalið Golfklúbbs Reykjavíkur sigruðu í úrslitaleikjum dagins. Þetta er í 22. sinn sem kvennalið GR fagnar þessum titli og í 24. sinn sem karlarliðið sigrar.

Öll úrslit mótsins er hægt að lesa með því að smella hér í frétt á golf.is

Frá vinstri, Etna Sigurðardóttir, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir, Kristjana S. Þorsteinsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Berglind Rut Hilmarsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Bryndís Hanna Hreinsdóttir.
< Fleiri fréttir