12/09/2021
Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í karlaflokki á Örninn Golf heimslistamótinu sem kláraðist í dag við frekar erfiðar aðstæður á Urriðavelli í leifum af fellibylnum Larry. Tómas spilaði nokkuð gott golf í dag sérstaklega á seinni 9 holum vallarins þar sem hann lék á pari og samtals hringinn í dag á 79 höggum.
Samtals lék Tómas á 220 höggum og í öðru sæti varð Gunnlaugur Árni Sveinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 225 höggum og í þriðja sæti hafnaði Aron Emil Gunnarsson frá Golfklúbbi Selfoss.
Örninn Golfverslun var styrktaraðili mótsins og hlutu vinningshafar gjafabréf í versluninni. Við þökkum keppendum fyrir þrautseigjuna að klára daginn í dag með okkur og hlökkum til að taka á móti ykkur síðar við vonandi betri aðstæður.
Export-55