GO stendur fyrir ýmsum golfmótum á hverju sumri bæði innanfélagsmót sem eru ætluð félagsmönnum sínum eingöngu og opin mót sem eru öllum öðrum kylfingum innan GSÍ einnig opin. Þá eru haldin mót á vegum Golfsambands Íslands sem eru liður í stigamótaröðum sambandsins þegar þess er óskað en reynt að takmarka slíkt við eitt mót á ári.
GO hefur alla tíð lagt mikin metnað í að gera öll mót á vegum klúbbsins sem best úr garði. Með því móti leitast klúbburinn við að skapa sér jákvæða ímynd meðal kylfinga og auka á ánægjulega þátttöku í mótum á vegum klúbbsins. Til þess að það gangi upp þarf styrkan hóp til og mótanefnd klúbbsins stýrir öllu almennu mótahaldi og skipuleggur sjálfboðaliðastarf sem er mikil þáttur í okkar starfi almennt.
Það sýndi sig vel hversu mikilvægir sjálfboðaliðar eru þegar Golfklúbburinn fékk það einstaka og mikla verkefni að halda Evrópumót landsliða áhugakvenna árið 2016 (ELATC 2016) þar sem hátt í 100 sjálfboðaliðar stóðu vaktina, alla 7 keppnisdagana .Mikil vinna var þar lögð af hendi til að gera þetta að einu glæsilegasta golfmóti sem haldið hefur verið á Íslandi.
Hér er hægt að kíkja á heimasíðu golfmótsins http:www.elatc2016.com