13/03/2022
Það var flott mæting á annað innanfélagsmót GO í golfherma golfi sem haldið var í frábærri aðstöðu Golfhallarinnar á Granda. Við vorum með tvískipta ræsingu klukkan 10 og 13 og alls kepptu um 50 manns í mótinu.
Við vorum í smá vandræðum með að renna í gegnum úrslitin þar sem láðist í mörgum tilvikum að breyta forgjöf leikmanna sem léku ýmist á sinni grunnforgjöf eða trackmanforgjöf en reglan var eins og í fyrsta mótinu að spila á 2/3 af sinni eigin forgjöf og listi gekk um salinn þar sem búið var að finna út forgjöf leikmanna á eins máta fyrir alla. Hámarksforgjöf í mótinu hjá körlum var 24 og konum 28 og við þurftum að breyta við yfirferð hjá nokkrum. Mótið er í grunninn meira til gamans þó vissulega sé keppni í gangi.
Mótstjóri lauk laugardagskvöldinu í veitingasölu á okkar einu sönnu Eurovision keppni, var það fjórða kvöldið sem mótstjórinn hefur þurft að hlusta á Eurovision í ár sem er meira en leggja má á flesta. Við segjum ekki að leynd liggji yfir þeirri aðferð sem notuð var við útreikning á úrslitum úr golfmótinu en þetta litast kannski aðeins af þeim óvæntu úrslitum sem mótstjórinn upplifði í Eurovision-höllinni og eru úrslitin því endanleg og kærufrestur er liðinn.
Karlaflokkur
Kvennaflokkur
Eins og sést þá var ákveðið að hafa eins verðlaun í öll sæti að þessu sinni, við þökkum innilega fyrir þátttökuna og hægt verður að vitja vinninga á skrifstofu GO.
Athugið að skrifstofan er lokuð frá 15. mars til 22. mars.
Over and out,