• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Skráningarreglur rástíma á Urriðavelli

Markmið okkar með skráningarreglum og tilmælum er að tryggja jafnræði félagsmanna við rástímabókanir og treystum við á tillitsemi félagsmanna í garð annarra til að allir sitji við sama borð.

Urriðavöllur er takmörkuð auðlind sem mikilvægt er að félagsmenn beri virðingu fyrir.  Afskráningar eru óhemju tíðar.

Þeim tilmælum hér með komið á framfæri við félagsmenn að þeir skrái sig ekki í rástíma nema þeir hafi raunverulega ákveðið að spila, en ekki á forsendu um að þeir vilji eiga möguleika á að spila og sjá svo til er nær kemur. 


Fyrirvari til afskráninga eru tvær klukkustundir.
Eins og gefur að skilja þarf að vera svigrúm til þess að félagsmaður geti bókað sig á lausan rástíma sem afbókaður er og því þurfa afskráningar að fara fram með góðum fyrirvara. Afskráningar skulu fara fram í gegnum Golfbox, en einnig er hægt að hringja inn afbókun.

Ef afbókun berst innan tveggja klukkustunda frá bókuðum rástíma verður skráð no-show á viðkomandi.
Golfbox kerfið er stillt þannig í dag að félagsmaður hefur gott svigrúm til að staðfesta mætingu en kerfið lætur viðkomandi inn á no-show lista 2 mínútum fyrir skráðan rástíma. Eins og gefur að skilja er góð regla að mæta tímalega á svæðið og sérstaklega á teig, mikilvægt er að hefja ekki leik fyrr en rástími viðkomandi leihóps er kominn til að halda góðum takti á vellinum.  Mikilvægt er að nafnabreytingar á rástímum berist tímalega. 

Við mælumst til þess við félagsmenn að þeir leyfi ekki öðrum að skrá þá í rástíma nema þeir hafi samþykkt að mæta í rástímann sjálfir. Komi til þess að sá sem bókar rástímann sé að nota nöfn annara án þeirra vitneskju og þeir því í þeirri stöðu að vera settir á no show lista, er heimilt að láta þann sem bókar í rástímabann. Misnoti félagsmaður rástíma t.d. með því að láta annan aðila mæta í stað þess sem bókaður er telst það skýrt brot á bókunarreglum og starfsmönnum er heimilt að vísa viðkomandi leikmanni af vellinum, innheimta vallargjöld og banna viðkomandi félagsmann og leikmann frá frekari bókun á rástíma.

Hver félagsmaður getur skráð sjálfan sig og allt að þrjá aðra meðspilara að teknu tilliti til mismunandi tímafresta sem gilda hverju sinni um skráningar félagsmanna og utanfélagsmanna. Félagsmenn í GO hafa 6 daga bókunarrétt en gestir 2. Hægt er að hafa samband við afgreiðslu ef bóka á gest utan við 2 daga bókun ef það er innan þess ramma að félagsmaður hafi fyrst fengið aðgang að þeim bókunardegi. Fari leikmaður af stað án þess að greiða vallargjald er starfsmönnum heimilt að vísa viðkomandi leikmanni af vellinum, innheimta vallargjöld og banna viðkomandi frá frekari bókun á rástíma. 

Bókanir rástíma fara fram í gegnum Golfbox samkvæmt þeim skilmálum sem þar gilda. Samkvæmt notendaskilmálum Golfbox er óheimilt að bóka rástíma með hvers kyns hugbúnaði, þ.m.t. svokölluðum skriftum, sem hannaður hefur verið til að skrá eða auðvelda skráningu rástíma í Golfbox og er til þess fallinn að veita viðkomandi forskot umfram aðra við rástímaskráningu. 

Við minnum á mikilvægi þess að kylfingar bóki sig ekki á rástíma og fari á undan sínum ráshóp eða fari af stað á öðrum teig en leikur skal hefjast á. Eins og gefur að skilja eru miklar líkur á því að aðrir hafi ekki möguleika á að nýta sér þennan þá ófullmannaða bókaða tíma og leikhópurinn sem eftir stendur getur verið í leiðinlegum takti ef allir aðrir tímar eru  fullbókaðir á undan og eftir. 

Staðfesting á rástíma
Áður en leikur er hafinn skal leikmaður staðfesta mætingu í rástíma annað hvort í gegnum Golfbox app, vefviðmót eða í skráningartölvu í afgreiðslu GO. Hægt er að leita aðstoðar í golfverslun GO þar sem starfsfólk er til aðstoðar ef þörf er á. Athugið að kylfingur ber sjálfur ábyrgð á því að sinn rástími sé staðfestur. Hver og einn kylfingur þarf að staðfesta sig. 
ATHUGIÐ AÐ ÓSTAÐFESTUR RÁSTÍMI FELLUR UNDIR NO-SHOW, golfbox kerfið ýtir óstaðfestum kylfingum inn á no-show lista hafi þeir ekki staðfest mætingu 2 mínútum fyrir sinn skráða rástíma.

Viðurlög við brotum:

  • 1 brot, áminning
  • 2 brot, áminning
  • 3 brot, lokað fyrir rástímaskráningu í 7 daga
  • ítrekuð brot fara fyrir aganefnd

Fyrirtæki og styrktaraðilar sem bóka rástíma þurfa að gera grein fyrir sér í afgreiðslu áður en leikur hefst.  

 

Nánar um bókanir rástíma og reglur GO varðandi bókanir

  1. Rástímaskráningar: Opnað er fyrir skráningu rástíma kl. 22:00 á kvöldin. Skráningartímabil er sex dagar fyrir félagsmenn og tveir dagar fyrir gesti.
  2. Bil milli rástíma: 9 mínútur eru milli rástíma. Áhersla er lögð á að kylfingar slái út á “sínum rástíma” til að halda eðlilegu bili milli leikhópa. Boltarenna er staðfest við hornið á golfskála sem snýr að bílastæði, hún er nýtt til að “fara í röð” á 10. teig en þar heimilum við félagsmönnum að bætast í þá ráshópa sem ekki eru fullmannaðir. Einnig er í lagi að taka við rástíma leikhóps sem hættir eftir 9 holur, en bannað er að fara á milli rástíma nema með leyfi starfsmanna. Athugið að við áskiljum okkur rétt til að víkja frá 9 mínútna reglu ef þörf er talin á og aðstæður leyfa.
  3. Leikhraði: Lögð er áhersla á leikhraða og eftirlit á Urriðavelli. Tilmæli til félagsmanna eru um að þeir spili af teigum sem hæfa þeirra forgjöf og getu. Það gerir leikinn fyrir viðkomandi einfaldlega miklu skemmtilegri, auk þess er líklegra að kylfingar tefji leik þegar þeir leika af teigum sem þeir ráða illa við. Dragist ráshópur aftur úr næsta ráshópi á undan þannig að það tefji leik þeirra sem á eftir koma (auð braut á milli holla er viðmiðið) hefur eftirlitsmaður/starfsmaður GO heimild til þess að brýna fyrir viðkomandi að flýta leik og ná næsta ráshópi á undan. Takist það ekki skal lagt fyrir viðkomandi að færa sig yfir á fremri teiga þar til markmiðinu er náð.
  4. Reglur um afskráningar: Fyrirvari til afskráninga eru tvær klukkustundir.
    Eins og gefur að skilja þarf að vera svigrúm til þess að félagsmaður geti bókað sig á lausan rástíma sem afbókaður er og því þurfa afskráningar að fara fram með góðum fyrirvara. Afskráningar skulu fara fram í gegnum Golfbox, en einnig er hægt að hringja inn afbókun.
    Ef afbókun berst innan tveggja klukkustunda frá bókuðum rástíma verður skráð no-show á viðkomandi.
    Mikilvægt er að nafnabreytingar á rástímum berist tímalega. 
  5. Staðfesting rástíma: Félagsmenn þurfa að staðfesta sig í rástíma í gegnum Golfbox appið þegar mætt er til leiks. Starfsfólk í afgreiðslu getur aðstoðað ef þörf er á. Í anddyri golfskála og við veitingasölu eru einnig innskráningartölvur sem hægt er að nýta. Notkun hugbúnaðar eins og svonefndra skrifta við skráningu rástíma er með öllu óheimil. Golfbox hefur gripið til aðgerða til að geta fylgst kerfisbundið með því að kerfið verði ekki misnotað.