• 1. Object
  • 2. Object

-3.7° - A 7.2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit úr ZO-ON OPEN 2022

ZO – ON OPEN var leikið á Urriðavelli í dag við verulega góðar aðstæður bæði veðurfarslega og vallarlega. Keppt var í höggleik og punktakeppni ásamt fjölda aukaverðlauna fyrir lengstu teighögg og nándarverðlaun bæði í teighöggi og öðru höggi á völdum brautum. Alls voru skráðir 169 keppendur og 163 skiluðu skori.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit og verðlaunahafa og hægt er að nálgast verðlaun á skrifstofu GO.

Höggleikur án forgjafar

  1. sæti í höggleik án forgjafar 50.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON
    Bjarni Sigþór Sigurðsson 72 högg
  2. sæti í höggleik án forgjafar 20.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON
    Auður Bergrún Snorradóttir 75 högg
  3. sæti í höggleik án forgjafar 10.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON
    Stefán Óli Magnússon 76 högg

Punktakeppni með forgjöf
Keppni var jöfn og spennandi og þrjár konur voru jafnar og efstar í punktakeppni allar með 38 punkta og því töldu síðustu þrjár holur til að skera úr um fyrsta sæti og síðustu 9 holur til að skera úr um 2. sætið.

  1. sæti í punktakeppni með forgjöf 50.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON
    Guðrún Erna Guðmundsdóttir 38 punktar bestu síðustu þrjár
  2. sæti í punktakeppni með forgjöf 20.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON
    Signý Bjarnadóttir 38 punktar hafði betur á seinni 9 gegn Magdalenu
  3. sæti í punktakeppni með forgjöf 10.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON
    Magdalena Wojtas 38 punktar

Keppendur geta ekki tekið verðlaun í nema einum flokki, höggleikur ræður röð.  Auka/Vinningaskrá: 
2. braut: Næstur holu í tveimur:
Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði á Northern Light Inn verðmæti 55.000-
Janusz Pawel Duszak 20 cm

3. braut: Lengsta teig högg.  Út að borða fyrir tvo verðmæti 20.000-  
Sigurður Björn Waage Björnsson

6.braut: Næstur holu í tveimur. Helgarleiga á bíl fra AVIS verðmæti 30.000- 
Þórður Dagsson 2,78 m

8. braut: Næstur holu. Dúnúlpa frá ZO-ON að verðmæti 60.000- 
Ingimar Guðbjartsson 73 cm

9. braut: Lengsta teighögg kvk Dömuúr frá Leonard að verðmæti 50.000-  
Þóra Sigríður Sveinsdóttir

10. braut: Lengsta teighögg kk. Herraúr frá Leonard að verðmæti 50.000- 
Sigurður Björn Waage Björnsson

13. braut: Næstur holu. Ferða taska frá ZO-ON að verðmæti 20.000-     
Jóhanna Halldórsdóttir 1,63 m

Dregið var úr skorkortum:
AVIS helgarleiga á bíl að verðmæti 30.000 – Steinn Jónsson
AVIS helgarleiga á bíl að verðmæti 30.000 – Jónas Gestur Jónasson
AVIS helgarleiga á bíl að verðmæti 30.000 – Erla Eiríksdóttir
Aðgangur í flot (AURORA FLOATING) fyrir tvo – Halldór Þórður Oddsson
Hvala sigling fyrir 4 að verðmæti 25.000 – Jón Sigurður Garðarsson

Golfklúbburinn Oddur þakkar keppendum innilega fyrir komuna. Við þökkum ZO – ON fyrir samstarfið. Hrósum Öðlingi Mathúsi fyrir flottan dag í veitingum og starfsfólk í ræsingu og Baldur í vallaraðstoðinni fá svo að sjálfsögðu lokahrósið.


< Fleiri fréttir