• 1. Object
  • 2. Object

-5.5° - ANA 5.2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Vorfundur og vinnudagur 7. maí

Við ætlum að blása til vorfundar og vinnudags næstkomandi sunnudag 7. maí.

Vorfundurinn hefst klukkan 10:00 og boðið verður upp á léttan morgunverð og bakkelsi. Á fundinum verður farið yfir þau mál sem framundan eru í starfi klúbbsins og við hvetjum félagsmenn til að mæta.

Strax að loknum fundi upp úr 11:00 hefst svo vinnudagur á vellinum og þar ætlum við að taka til hendinni við að hreinsa vallarsvæðið, vinna í beðum og umhverfi í kringum teiga, týna bolta sem ekki hafa hitt æfingasvæðið og vaða í önnur tilfallandi verkefni.

Við sláum upp smá grilli að lokinni vinnu og því ætti þetta að klárast á milli 14 – 15 ef allt gengur vel.

Ef þið komist ekki á vorfundinn þá er í góðu lagi að mæta bara og aðstoða við hreinsun á svæðinu

Dagskrá dagsins er eftirfarandi. 

 09:45 Skáli opnar – morgunmatur og kaffi
 10:00 Vorfundur
 11:00 – 14:00 Vinnudagur á velli
 14:00 Grill og kaldur drykkur

Athugið að æfingasvæðið okkar verður lokað á meðan á vinnu og týnslu stendur í kringum svæðið af öryggisástæðum milli 11:00 – 14:00.  Við áætlum að um 6000 – 10.000 boltar hafi ratað af leið og ekki skilað sér heim og nauðsynlegt að eiga þá á lagernum frekar en úti móa.

< Fleiri fréttir