14/06/2023
Hr. formaður Kári Sölmundarson.
Golfklúbbur Oddfellowa óskar Golfklúbbnum Oddi hjartanlega til hamingju með 30 ára afmælið og óskar honum allra heilla og velfarnaðar í því mikilvæga stórverkefni sem framundan er um stækkun Urriðavallar.
Jafnframt er þakkað fyrir það mikla, góða og ómetanlega starf sem GO hefur unnið allt frá stofnun í þágu golfíþróttarinnar, GOF og eiganda vallarins Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og Oddfellowreglunnar.
Golfklúbbarnir vinna að sameiginlegu markmiði, hafa alltaf gert og munu áfram gera. Við í GOF hlökkum til þeirrar áframhaldandi samvinnu í þeim stórhuga framkvæmdum sem framundan eru um stækkun vallarins í 27 holur. Það er verðugt verkefni fyrir klúbbanna og eigandann.
Með kærri kveðju frá Róm,
Hlöðver Kjartansson
formaður Golfklúbbs Oddfellowa.