28/07/2023
Senn liður að stærsta golfviðburði sumarsins sjálfu Íslandsmótinu í golfi sem haldið verður á Urriðavelli dagana 10. – 13. ágúst. Þar sem verkefnið er stórt þá þurfum við að leita til félagsmanna annara kylfinga í golfhreyfingunni í ýmis sjálfboðaliðastörf, bæði úti á velli og í og við skála.
Við skráningu hér fyrir neðan erum við að klára grunnskráningu og höfum svo samband við alla til að klára með þeim hvaða tími hentar hverjum og einum. Í boði er einnig að hjálpa til við uppsetningu og frágang svo við erum að leita að sjálfboðaliðum frá 10. – 14. ágúst,
Við gerum ráð fyrir að hver sjálfboðaliði klári að minnsta kosti eina vakt sem er 4 klst. og vonandi mætir sjálfboðaliðaherinn til leiks sem tæklaði stórmótin 2016 og 2022 með glæsibrag og þá munu margar hendur vinna létt verk.