11/08/2023
ODDSKONUR og LJÚFLINGSKONUR
LITRÍKAR Á LJÚFLINGI 16. ÁGÚST 2023
Tveggja KYLFU mót
Þá er komið að okkar bráðskemmtilega gleðimót á Ljúflingi sem ætlað er Oddskonum og konum með aðild að Ljúflingi. Þemað er litríkar þannig að við reynum að mæta í litríkum klæðnaði, með tvær kylfur að eigin vali og stóran skammt af góðu skapi. Konur með Ljúflingsaðild bjóðum við sérstaklega velkomnar og er tilvalið að kynnast fleiri golfkonum þennan dag.
Fyrirkomulag
Spilaðar eru 9 holur á Ljúflingi (par 3 völlur), höggleikur án forgjafar. Aðeins eru leyfðar tvær kylfur að eigin vali.
Það verða ýmsar þrautir í gangi á milli golfbrauta ásamt „góðum orkudrykkjum“ og öðru sprelli.
Verðlaun og viðurkenningar
Veisla og verðlaunaafhending
Að móti loknu verður Kremuð Sjávarréttarsúpu með blönduðu sjávarfangi, brauð, pestó, smjör í golfskálanum (innifalið í mótsgjaldi).
(Vinsamlega látið vita tímanlega á oddskonur@gmail.com ef um fæðuóþol er að ræða).
Skráning, mótsgjald og greiðslufyrirkomulag
Staðfesting á skráningu er með greiðslu mótsgjalds kr. 5.000 inn á reikning kvennanefndar númer 0513-14-000223 kt. 111167-4359.
Vinsamlegast athugið að hámarksfjöldi er í mótið og við munum láta vita þegar mótið er fullt.
Greiðsla mótsgjalds jafngildir skráningu en mikilvægt er að láta vita á netfangið oddskonur@gmail.com ef greiðsla er framkvæmd af öðrum aðila en þátttakanda og einnig ef óskir eru um meðspilara.
Innifalið í mótsgjaldi er hressing á teig og meðan á móti stendur auk súpu og meðlætis að móti loknu.
Síðasti skráningardagur er 14. ágúst klukkan 12 á hádegi
Hlökkum til golf og gleði