• 1. Object
  • 2. Object

-5.7° - S 2.2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri 2023

Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri lauk í dag á Landinu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Korpunni. Mótið fór fram dagana 25. – 27.ágúst, fyrsti dagurinn var spilaður á Mýrinni hjá GKG, seinni dagurinn á Sveinskotsvelli hjá GK og loks úrslitadagurinn á Landinu hjá GR.

GO sendi tvö lið sem kepptu í grænu og gráu deildinni. Þau stóðu sig með stakri prýði og höfnuðu bæði á verðlaunapalli. Græna liðið okkar náði með frábærum hætti í lokaleiknum að tryggja sér deildarmeistaratitilinn með mikilli spennu. Gráa liðið náði að landa 3 sætinu eftir 3 mjög skemmtilega og spennandi leiki.

Í mótinu eru 26 lið sem keppa í 6 mismunandi deildum. Hvíta deildin keppir um Íslandsmeistaratitilinn en hinar fimm deildirnar um deildarmeistaratitilinn í sinni deild. Leikið er með Texas Scramble fyrirkomulagi.

Krakkarnir fengu frábæra reynslu og eru sammála um að þetta sé skemmtilegasta mót sumarsins.

Svona voru liðin okkar skipuð:

Græna liðið – Deildarmeistarar
Aron Snær Pálsson
Bjarki Már Karlsson
Eiríkur Bogi Karlsson
Garðar Ágúst Jónsson
Gísli Hólm Þorsteinsson
Viðar Darri Auðunsson

Gráa liðið – 3. sæti

Ásdís Emma Egilsdóttir
Ásta Sigríður Egilsdóttir
Emilía Sif Ingvarsdóttir
Katrín Emilía Ingvarsdóttir
Katrín Lilja Karlsdóttir
Margrét Birta Snorradóttir

Hrafnhildur (þjálfari), Eiríkur Bogi, Aron Snær, Viðar Darri, Bjarki Már, Garðar Ágúst og Gísli Hólm

Efri lína: Emilía Sif, Katrín Emilía, Margrét Birta. Neðri lína: Ásta Sigríður, Ásdís Emma, Katrín Lilja

Krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru algjörlega sér og sínum til fyrirmyndar. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá GO.

Við þökkum GR,GKG og GK kærlega fyrir frábærar móttökur á vellina sína. Þökkum þeim keppendum sem áttu með okkur allra veðra daga þessa helgina. Frábært mót í alla staði og takk fyrir okkur.

Krakkarnir fengu frábæra reynslu og eru sammála um að þetta sé skemmtilegasta mót sumarsins.

Áfram GO!

< Fleiri fréttir