• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Allt að verða klárt fyrir opnun Urriðavallar

Mikið líf hefur verið á Urriðavelli í dag og að baki er langur vinnudagur við að gera allt klárt fyrir opnun Urriðavallar. Brautir, flatir og teigar voru slegnir í dag og mátt finna vel fyrir grasilmi í Urriðavatnsdölum. Flatirnar hafa tekið mjög vel við sér og eru þær margar hverjar orðnar grænar og fallegar.

Vakinn er sérstök athygli á því að golfbílar verða ekki leyfðir fyrst um sinn á Urriðavelli. Að sögn vallarstjóra er völlurinn enn nokkuð viðkvæmur eftir harðann vetur og hætta á skemmdum verði golfbílum hleypt of snemma inn á völlinn. Kylfingar eru vinsamlegast beðnir um að virða þessar reglur og taka þátt í því að koma Urriðavelli í sitt allra besta form í sumar.

Opnunarmót GO fer fram á morgun og verður ræst út frá 09:00 til 16:00. Opið er fyrir rástímaskráningu eftir það og á sunnudag. Nánar á golf.is.

Æfingaflötin við Urriðavöll er orðin græn og falleg.

Æfingaflötin við Urriðavöll er orðin græn og falleg.

< Fleiri fréttir