• 1. Object
  • 2. Object

-3.1° - A 5.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Urriðamótaröðin – Lokamót (4)

Lokamótið á Urriðamótaröð barna og unglinga var haldið sunnudaginn 17. september síðastliðinn og þátttakendur voru 26 talsins. Fyrri mót sumarsins voru öll leikin á Ljúflingi en lokamótið fór fram á Urriðavelli þar sem leikið var á nýjum fremstu teigum ( Gullteigum) á fyrri 9 holum vallarins sem formlega verða teknir í notkun á næsta ári og því var hér um frumraun okkar að ræða í mótahaldi á Gullteigum þar sem völlurinn er um 1700 metrar.

Þótt veðrið hafi ekki leikið við keppendur þá voru allir keppendur glaðlyndir þegar í hús var komið og sýndu einstaklega góða framkomu á meðan þau léku á Urriðavelli. Aðstandendur mættu að sjálfsögðu margir og aðstoðuðu krakkana við kylfuberastörf og að halda uppi góðum leikhraða og við þökkum innilega fyrir þeirra aðstoð.

Alls voru fjögur mót haldin í sumar og var þátttaka í mótunum mjög góð. Alls kepptu 37 krakkar á einhverju af mótum mótaraðarinnar og erum við mjög ánægð með þátttökuna á mótaröðinni í ár og öruggt að hún verður enn fjölmennari á næsta ári.

Þátttökurétt höfðu allir félagsmenn GO sem eru 18 ára eða yngri og hafa forgjöf á bilinu 25-54.

Á mótaröðinni er keppt er í flokkum drengja og stúlkna 12 ára og yngri og unglingaflokki 13-18 ára.
Mótaröðin er punktakeppni, spilaðar eru 9 holur í hverju móti og á næsta ári verður líklega spilað meira á Urriðavelli hjá þeim sem vanir eru mótahaldi og Ljúflingur verður að sjálfsögðu einnig nýttur og sú breyting er væntanleg þar á næsta ári að sá völlur fær vallarmat sem gefur okkur tækifæri á að láta iðkendur spila þar til forgjafar.

Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfsins verður haldin með glæsilegu lokahófi 28.september næstkomandi og við munum auglýsa þá dagskrá sérstaklega. Við þökkum aftur fyrir þátttökuna og aðstoðina, áfram GO.

< Fleiri fréttir