16/05/2015
Urriðavöllur opnaði með glæsilegu opnunarmóti sem fram fór í dag. Um 170 kylfingar tóku þátt í mótinu og voru margir kylfingar að leika fínt golf. Í höggleik karla var það Rögnvaldur Magnússon sem lék best eða á 72 höggum (+1) og varð tveimur höggum betri en næstu kylfingar. Í kvennaflokki var það Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir sem lék best eða á 88 höggum.
Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:
Kvennaflokkur:
1. Helga Hermannsdóttir 37 punktar 19 á seinni
2. Rósa Pálína Sigtryggsdóttir 37 punktar 16 á seinni
3. Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir 36 punktar (tekur 1. verðlaun besta skor).*
4. Hlíf Hansen 34 punktar 17 á seinni *(tekur verðlaun fyrir 3. sætið)
Besta skor: Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir 88 högg
Lengsta teighögg 9. braut: Sonja María
Karlaflokkur:
1. Einar Sigurðsson 39 punktar 21 á seinni
2. Hafliði Kristjánsson 39 punktar 19 á seinni
3. Friðrik Kristjánsson 39 punktar 18 á seinni
Besta skor: Rögnvaldur Magnússon 72 högg
Lengsta teighögg 14. braut: Rögnvaldur Magnússon
Nándarverðlaun:
4. braut: Bragi Benediktsson 1,15
8. braut: Jón Valdimar Guðmundsson 39 cm
13. braut: Vilberg Helgason 2,28
15. braut: Kristján S Kristjánsson 29 cm
Finna má frekari úrslit á golf.is
Urriðavöllur kemur vel undan vetri og er spennandi golfsumar í vændum. Flatirnar eru mun betri en á sama tíma í fyrra. Með hækkandi hitastigi ætti völlurinn að komast í sitt allra besta ásigkomulag áður en um langt líður.
Helga Björnsdóttir ljósmyndari var á ferðinni á Urriðavelli í dag og tók margar frábærar myndir af kylfingum sem sjá má í heild sinni hér.
Þökkum kylfingum fyrir þátttökuna og samveruna í dag,
Mótanefnd Golfklúbbsins Odds