24/09/2023
Það kom loks að því að veðurguðirnir ákváðu að hleypa okkur út á völl til að klára lokamót í liðakeppni GO þetta árið, mótinu hafði verið frestað í tvígang og því voru nokkur forföll í mörgum liðum sem var miður um á heildarkeppnina en fyrir vikið opnuðust möguleikar fyrir lið í neðri sætum til að sveifla sér upp stigalistann.
Sigurvegarar í COLLAB liðakeppni GO í ár er liðið ODDAVERJAR, með þau Hjálmar Jónsson, Eirík Bjarnason, Þórð Möller, Höllu Bjarnadóttur, Signý Bjarnadóttur og Hafliða Þórsson. Fyrir mótið var liðið þeirra í 11. sæti en þar sem þau áttu frábæran dag á golfvellinum þennan lokadag þá tókst þeim með tvöföldum sigri að sveifla sér upp í toppsætið og við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn í ár.
Í öðru sæti var toppliðið fyrir lokaumferðina, liðið 603, með þá Guðna Þór Björnsson, Gísla Pál Helgason, Jón Atla Jónsson, Sindra Snæ Rúnarsson og Þorstein Mána Óskarsson innanborðs.
Í þriðja sæti voru svo hástökkvarar lokaumferðarinnar, lið DD LAKKALAKK, sem hífðu sig upp úr 17. sæti í það þriðja með því að hafna í öðru sæti í báðum mótum lokaumferðarinnar.
Við viljum færa öllum styrktaraðilum mótaraðarinnar sem voru ár fjölmargir sérstakar þakkir og þar voru þeir helstu, Ölgerðin, Bláa Lónið, Húsgagnahöllin, Leonard, Galleria, Örninn Golf, American Bar, Sport og Grill, Héðinn Kitchen & Bar, PLT, Te og kaffi, Everest, Forever Living Products, Gleðipinnar, Cafe Adesso, Pítan, Hótel Hamar, Satt Restaurants og Nói Siríus.
Nándarverðlaun voru veitt í fjórum mótum og hægt er að nágast þau í afgreiðslu Urriðavallar en upplýsingar um þá vinningshafa er að finna hér neðar í póstinum. Í verðlaun voru 5000 kr. gjafabréf á Pítuna og 3000 kr. gjafabréf frá Gleðipinnum á einhvern af þeim stöðum sem þeir reka.
Heildarúrslit eru birt hér og kærufrestur er liðinn :), við þökkum fyrir í ár og vonum að það verði góð þátttaka á næsta ári og öruggt að við munum skipuleggja okkur þannig að mótaröðin klárist fyrr en þetta var erfitt í ár þar sem almennt spil hófst varla fyrr en í júní eftir erfiðan vetur.
Collab-2023-lokaskjal-urslit Collab-nandarverdlaun-2023