20/05/2015
Guðmundur Ragnarsson, félagi í Golfklúbbnum Oddi, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. braut sl. mánudag. Eftir því sem best er vitað er Guðmundur fyrsti kylfingurinn til að fara holu í höggi á Urriðavelli í ár.
13. braut er um 155 metra löng og sló Guðmundur draumahöggið með 5-járni. Höggið var glæsilegt og beint á pinna. Boltinn skoppaði einu sinni á flötinni og svo í holu.
Golfklúbburinn Oddur óskar Guðmundi hjartanlega til hamingju með ásinn og vonar að kylfingar verði iðnir við að fara holu í höggi á Urriðavelli í sumar.