• 1. Object
  • 2. Object

-3.9° - A 6.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Vorferð Oddskvenna 2024 – Leiran 31. maí

Kvennanefnd GO stendur fyrir árlegri vorferð sinni þann 31. maí næstkomandi og í ár verður Golfklúbbur Suðurnesja heimsóttur. Allar upplýsingar um skráningu og greiðslu er hægt að sjá hér fyrir neðan. Athugið að skráning á golfbox opnar ekki fyrr en 21. maí.  

Golf og fjör í Golfklúbbi Suðurnesja í Leiru (Hólmsvöllur)

Mæting er kl. 10:30 þann 31. maí við Sporthúsið í Kópavogi

Brottför er í síðasta lagi kl. 11:00

Ræst út samtímis af öllum teigum kl. 13:00

Ræst út frá skála og haldið á teig u.þ.b. 15 mínútum fyrr

Spilað verður 4 manna Texas scramble og við hvetjum ALLAR til að vera með vanar og óvanar.

Veitt verða verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti í liðakeppni. Nándar mælingar á par 3 brautum.

Verð er kr. 14.000-

Innifalið er rúta fram og til baka, vallargjald ásamt kvöldverði að móti loknu. Verðlaunaafhending verður eftir mót og dregið úr skorkortum.

Einnig verða veitt verðlaun fyrir púttmót Odds kvenna

Púttmeistari 2024 verður krýndur, einnig veitt verðlaun fyrir 2. sæti og 3. sæti

Skráning opnar 21. maí kl. 18 og lokar 28. maí kl. 13

Skráning fer fram á golf.is – Mótaskrá – Opin mót – Golfklúbbur Suðurnesja-GS Hólmsvöllur-Vorferð Odds kvenna

ATHUGIÐ: Skráning á golfbox stýrir ekki röðun í holl.

Ef hætt er við þátttöku þarf að skrá sig úr mótinu á Golfbox

Ef einhverjir vilja EKKI far með rútunni, þá vinsamlegast látið okkur vita á oddskonur@gmail.com svo ekki verði beðið að óþörfu – athugið sama verð er

fyrir alla

Vinsamlega sendið póst á oddskonur@gmail.com ef þið óskið eftir golfbíl. Bíllinn kostar 6.000 greiðist í afgreiðslunni við komu.

kveðja, Kvennanefnd GO

< Fleiri fréttir