12/11/2020
Aðalfundur Golfklúbbsins Odds verður haldinn rafrænn og sendur út frá golfskálanum á Urriðavelli fimmtudaginn 3. desember kl. 20:00
FUNDURINN ER RAFRÆNN OG SKRÁNING Á FUNDINN ER Á NETFANGIÐ SKRIFSTOFA@ODDUR.IS OG SKRÁ SIG ÞARF FYRIR 15:00 ÞANN 3. DESEMBER
ATHUGIÐ AÐ EKKI ER Í BOÐI AÐ MÆTA Á FUNDINN ÚT AF SAMKOMUTAKMÖRKUNUM OG ÞVÍ ER GOLFSKÁLINN LOKAÐUR Á MEÐAN Á FUNDI STENDUR.
ÞEIR SEM ERU AÐ HORFA Á FUNDINN Á FACEBOOK ERU EKKI VIRKIR ÞÁTTTAKENDUR Á FUNDINUM. ÞEIR SEM SKRÁ SIG Á FUNDINN INNAN ÞESS FRESTS SEM GEFINN ER HÉR FYRIR OFAN FÁ SENDANN HLEKK Á FUNDINN OG TAKA ÞÁ VIRKAN ÞÁTT Í FUNDINUM OG HAFA KOSNINGARRÉTT.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru.
Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt.
Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
Kosning þriggja manna í kjörnefnd.
Önnur málefni ef einhver eru.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta,
Stjórn Golfklúbbsins Odds.