• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Aðalfundur GO 2021

Skylt er að framvísa neikvæðu hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst gamalt

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 7. desember klukkan 20:00 í golfskálanum á Urriðavelli. Fundurinn verður í beinni útsendingu á facebook-síðu GO (látum inn hlekk hér)

Ársskýrslu er hægt að nálgast á heimasíðu aðalfundarins 2021.oddur.is

Ársreikninga GO er einnig hægt að skoða hér í .pdf formi

Okkur ber skylda til að taka tillit til gildandi reglna vegna samkomutakmakana en núverandi reglur kveða á um að allir fundargestir skuli framvísa neikvæðu hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst. gamalt. Hægt er að sjá þær reglur sem eru í gildi hér

Hægt er að fara í hraðpróf á eftirfarandi stöðum:

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut 34
BSÍ í Reykjavík
Harpa í Reykjavík
Kringlan í Reykjavík
Kleppsmýrarvegi í Reykjavík 


Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig í hraðpróf og mæta til leiks á aðalfund næstkomandi þriðjudag. 

Dagskrá: Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru.
Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt.
Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
Kosning þriggja manna í kjörnefnd.
Önnur málefni ef einhver eru.

Stjórn Golfklúbbsins Odds

< Fleiri fréttir