• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Veitingaaðili

Golfskálinn að vetrarlagi

 

Veitingaaðilar á Urriðavelli eru Axel Óskarsson og Katrín Ósk Aldan sem reka Öðling Mathús ásamt sínu starfsfólki. Hægt er að hafa samband við þau á netfangið veitingar@oddur.is til að fá frekari upplýsingar um salinn og aðstöðuna og einnig er hægt að ná í þau í síma 780-0000 Axel.

Frá byrjun maí og fram í október er Urriðavöllur opinn og þá er rekin veitingasala í golfskálanum.  Allir eru velkomnir í golfskálann, líka þeir sem ekki eru að leika golf.

Hægt er að panta borð fyrir hópa en gott er að gera það með smá fyrirvara. Þegar golfmót eru í gangi getur salurinn verið lokaður tímabundið þann dag en reynt er að þjónusta alla gesti eins og svigrúm gefst.

Yfir vetrartímann er veitingaaðstaðan opin fyrir veislur, fundi eða aðra mannfagnaði, 

Veitingasalurinn stendur glæsilega á golfsvæðinu með frábæru útsýni yfir golfvöllinn og til vesturs. Næg bílastæði og gott aðgengi er að skálanum.

Opnunartími yfir sumarmánuði er alla daga frá kl. 08:00 – 22:00 og lengur er þörf krefur. 

Salurinn tekur 110 manns í sæti en um 240 manns í móttöku.