26/05/2016
Golfklúbburinn Oddur mun í samstarfi við MP Golf bjóða upp á almennar golfæfingar fyrir félaga í GO. Æfingarnar fara fram tvisvar í viku og standa æfingar yfir í fimm vikur. Yfirskrift námskeiðisins er að almennir félagar æfi líkt og afrekskylfingar.
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 7. júní og fara æfingar fram tvisvar í viku kl. 18:00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Æft verður í fimm vikur.
Verð fyrir þátttöku í almennum æfingum er kr. 30.000