• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Æfingar fyrir börn á laugardögum

Golfklúbburinn Oddur mun standa fyrir skipulögðum æfingum fyrir börn í ár og hefjast æfingar næstkomandi laugardag, 30. janúar. Um er að ræða æfingar fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í golfíþróttinni, farið á golfnámskeið eða hafa áhuga á að kynnast íþróttinni frekar.

Æfingarnar fara fram einu sinni í viku –  kl. 10:00 á laugardögum. Æfingarnar verða í nýrri inniaðstöðu GO í Miðhrauni 2 í Garðabæ. Skráning á æfingarnar er hafin og fer fram hér að neðan.

Verð á mánuði er kr. 8.000

Golfkennsla verður í höndum þeirra Magnúsar Birgissonar og Phill Hunter hjá MP Golf.

Nánari upplýsingar veitir Jón Júlíus Karlsson í síma 565-9092 eða með pósti á jonjulius@oddur.is

< Fleiri fréttir