• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfleikjanámskeið GO – Sumar 2025

Golfleikjanámskeið GO – Sumar 2025

***Skráning hafin***

Um golfleikjanámskeiðið

Námskeiðið er fyrir nemendur á aldrinum 7 til 12 ára. Námskeiðin eru á virkum dögum og eru frá 9 til 12 á daginn. Í lok námskeið spila allir Ljúfling og endum á grillveislu.

Dagsetningar fyrir námskeiðin í sumar eru eftirfarandi:

  1. námskeið: 10. – 13. júní (4 dagar) 
  2. námskeið: 16. – 20. júní (4 dagar)
  3. námskeið: 23. – 27. júní (5 dagar)
  4. námskeið: 30.  júní – 4. júlí (5 dagar)
  5. námskeið: 14. – 18. júlí (5 dagar)
  6. námskeið: 5. – 8. ágúst (4 dagar)
  7. námskeið: 11. – 15. ágúst (5 dagar)

Athugið að námskeiðstími er frá 9:00 – 12:00.
Námskeiðin eru ætluð börnum frá 6 – 12 ára (fædd 2012 – 2018).

Verð

Verð fyrir 5 daga námskeið er 19.000 kr.
Verð fyrir 4 daga námskeið er 15.200 kr.

Allir þátttakendur fá Ljúflingsaðild að loknu námskeiði. Þá geta iðkendur komið og spilað ljúfling eins oft og þau vilja yfir sumarið.

 

Markmið golfleikjanámskeiðanna hjá GO

Að kynna golfíþróttina fyrir börnunum og ýta undir áhuga þeirra á því að leggja stund á þessa fjölskylduvænu íþrótt. Farið er í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga og eru leiðbeiningar gjarnan í formi ýmiss konar golfleikja. Einnig verður lögð áhersla á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir nemendum. Mikilvægt er að á golfnámskeiðinu séu einnig fjölbreyttir leikir sem efla hreyfiþroska barnanna svo sem samhæfingu, liðleika og jafnvægi, enda eru það mikilvægir þættir í hreyfingum golfsveiflunnar. Forgangsatriði námskeiðanna eru að þau séu örugg, skemmtileg, og að börnin njóti sín og þrói jákvætt viðhorf til golfíþróttarinnar.

Öll börn sem skráð eru á námskeið hjá Oddi fá félagsaðild að Golfklúbbnum Oddi svokallaða ljúflingsaðild og geta haldið áfram að spila allt sumarið á okkar frábæra æfingavelli Ljúflingi.

 

Kennarar og leiðbeinendur:

Golfkennarar á námskeiðinu eru:

Auður Björt Skúladóttir PGA golfkennari

Íris Lorange Káradóttir PGA golfkennari

Arnórs Snæ Guðmunddson PGA golfkennari

Ásamt þeim verða leiðbeinendur úr starfinu til aðstoðar.

 

Æfingar

Barna og unglingastarfs golfklúbbsins Odds er í mikilli uppbyggingu. Boðið er upp á æfingar fyrir 8 ára til 16 ára allt árið.

Frekar um starfið má sjá hér: Æfingastarf GO

 

Skráning fer fram í gegnum Sideline Sports (XPS) – SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ 

 

 

Frekari upplýsingar um skráninguna:

Athugið að til að skrá barn á golfleikjanámskeið er hægt að ganga frá skráningu í gegnum hlekkinn hér fyrir ofan. Velja þarf Golfklúbbinn Odd, þar er svo óskað eftir skráningu inn í kerfið með rafrænum skilríkjum. Í kjölfarið opnast valmynd þar sem viðkomandi forráðamaður getur valið sitt barn sem iðkanda og þá birtist það úrval golfleikjanámskeiða sem er í boði. Kerfið ætti svo að leiða ykkur áfram í greiðslu á námskeiðsgjaldi.

ATHUGIÐ- aðeins forráðamenn geta skráð barn beint í gegnum kerfið en hægt er að hafa samband við Auði Björt á netfangið audur@oddur.is eða skrifstofa@oddur.is og við skráum þann aðila sem greiða skal námskeiðið sem forráðamann í kerfinu svo hægt sé að klára skráningu.

Einnig er hægt að ná sér í app sem kallast “XPS Network”, þegar það er klárt er hægt að bóka á námskeið með því skrá inn með rafrænum skilríkjum. Ef ykkur vantar aðstoð við skráningu þá endilega hafið samband við skrifstofu GO.

Svona skráir þú þig…

Skráning fer fram í gegnum Sideline Sports (XPS) – SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ 

Smellið á Golfklúbbinn Odd og þaðan farið þið í valmynd til að skrá ykkur inn með rafrænum skilríkjum.

Smellið á réttan iðkenda með því að smella á skammstöfun viðkomandi og þá ættu valmöguleikar viðkomandi að opnast.