19/10/2020
Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra sem birt var 18. október verður að nýju hægt að stunda golf á höfuðborgarsvæðinu frá og með 20. október. Um er að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi.
Þar sem heimildin nær til opnunar á æfingasvæði með takmörkunum þó við hámarksfjölda ætlum við að opna æfingasvæðið. Við biðjum alla að kynna sér þessar þær reglur um umgengni sem settar verða upp við innganga og munu gilda frá og með þriðjudegi:
INNGANGUR A – OPIÐ ÖLLUM
INNGANGUR B – OPIÐ ÖLLUM
Básar á svæði B (6 básar) sem eru ætlaðir golfkennurum ef þeir eru með kennslu eða námskeið. Utan þessara tíma er svæðið einnig hugsað fyrir golfkennara sem hafa þar forgang með sína nemendur en séu básar lausir er velkomið að nýta þá en víkja þarf ef golfkennari þarf að nýta svæðið fyrir sína nemendur. Í einhverjum tilvikum þurfa kennarar meira svæði og nýta þá einnig bása á svæði A en við reynum að takmarka það eins og kostur er.
Golfskáli GO – opinn á skrifstofutíma 9:00 – 16:00
Samkvæmt reglum sem eru í gildi þá má hámarksfjöldi í golfskála vera 20 manns og munu starfsmenn fylgjast með að fjöldatakmörk séu virt. Hægt verður að versla boltakort virka daga til 16:00ð, biðjum kylfinga um að sýna skilning og samvinnu hvað fjöldatakmarkanir varðar.
Hlökkum til að taka á móti ykkur!