• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Æfingasvæðið á Urriðavelli opið

Nú þegar vorið virðist vera að ryðja sér til rúms þá fara kylfingar á stjá. Tilvalið er að minna félagsmenn og aðra kylfinga á að Lærlingur, æfingasvæðið hér á Urriðavelli, er opið og er hægt að æfa stutt sem löng högg úr æfingabásunum. Lýsing er á svæðinu eftir rökkur og fram eftir kvöldi.

Hægt er að nálgast boltakort fyrir æfingasvæðið á skrifstofu GO á skrifstofutíma. Verðskrá á boltakortum má sjá hér að neðan en stór stök boltakarfa kostar kr. 500.

Við minnum einnig á að æfingaaðstaða GO í Miðhrauni 2 verður opin fram eftir vori og opnar þar kl. 16:00 á virkum dögum og einnig er opið um helgar. Þar er hægt að æfa pútt og vipp en einnig er hægt er slá í net til að koma slættinum í gott form fyrir sumarið.

Verðskrá boltakorta á Lærlingi:
10 körfur – 4.000 kr.-
15 körfur – 5.500 kr.-
25 körfur – 9.000 kr.-
40 körfur – 12.000 kr.-

20160321_101113_resized

20160321_101208_resized 20160321_101226_resized 20160321_101159_resized

Æfingasvæðið á Urriðavelli er opið. Er ekki tilvalið að lauma sér á hádegisæfingu? #oddurgolfclub #oddur

A photo posted by OddurGolfClub (@oddurgolfclub) on

< Fleiri fréttir