05/01/2021
Það má greinilega finna fyrir góðum anda á æfingasvæði GO þessa dagana enda hafa kylfingar verið duglegir að sækja á svæðið í blíðunni sem ríkt hefur yfir hátíðarnar og núna í upphafi nýja golfársins 2021.
Æfingasvæðið er opið almennt frá morgni til kvölds en auðvitað erum við aðeins að eiga við myrkur á morgnana og gott viðmið í janúar er að svæðið er aðgengilegt frá 10:00 – 22:00. Lýsing er á svæðinu frá miðjum degi og fram til 22:00.
Við látum vita á facebook-síðu GO ef einhverjar breytingar verða á opnun vegna aðstæðna eins og boltaleysis en við gerum okkar besta í því að hafa svæðið almennt opið í allan vetur.