26/03/2021
Túlkun viðbragðshóps GSÍ á reglugerðinni sem tók gildi 25. mars heimilar golfklúbbum opnun með ákveðnum takmörkunum og því höfum við ákveðið að opna æfingasvæðið okkar frá og með deginum í dag föstudeginum 26. mars klukkan 15:00. Vetrarvöllur GO er einnig opinn með ákveðnum vetrar og covid-reglum.
Æfingasvæðið okkar Lærlingur er því opinn með eftirfarandi reglum:
Almennar leiðbeiningar til kylfinga sem nýta sér æfingabása og boltavél:
– spritta körfur, bolta og snertiflöt á boltavél
– nota kylfuna við að draga bolta úr bakka að þeim stað sem slegið er
– forðast óþarfa snertingu á golfboltum t.d. við tíun (nota hanska eða kylfu við tíun ef það er hægt)
– Skila skal körfum á sinn stað við boltavél og góð regla að sótthreinsa körfur að lokinni notkun
Golfiðkun er áfram heimil utandyra og geta félagsmenn því leikið vetrarvöllinn okkar á holum 10 – 18. Hafið í huga að einhverjar vallarframkvæmdir eru í gangi við 14. holu og því göngustígur lokaður og hjáleið er inn á bílastæði Ljúflings
Nú styttist í vorið og páskar og páskaleyfi framundan, við viljum því ítreka fyrir kylfingum sem heimsækja okkur að fara varlega, gæta vel að sóttvörnum og það á við bæði á svæðinu og almennt þar sem við hittum okkar nánustu eða njótum góðra stunda. Skrifstofa GO er opin og hægt að fylla á boltakort virka daga milli 9 – 16. Grímuskylda er í golfskálanum og 10 manns að hámarki geta verið í húsnæðinu.