• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Æfingasvæðið Lærlingur opið alla daga ársins

Á golfsvæði Golfklúbbsins Odds er eitt besta æfingasvæði landsins. Yfir sumartímann má þar æfa alla þætti leiksins á frábæru æfingasvæði. Yfir vetrarmánuði má enn notast við æfingasvæðið til að æfa lengri golfhögg.

Æfingasvæði Golfklúbbsins Odds kallast Lærlingur og eru æfingabásarnir opnir allt árið um kring. Æfingasvæðið eru upplýst fram til kl. 22:00 öll kvöld og því tilvalið tækifæri fyrir kylfinga til að nýta vetramánuði og bæta golfleikinn.

Hægt er að kaupa boltakort á Lærling á skrifstofu GO á skrifstofutíma á virkum dögum milli 09:00 – 16:00 og slá svo í gegn á æfingasvæðinu. Nýtum þetta frábæra æfingasvæði og tökum framförum í golfíþróttinni!

< Fleiri fréttir