• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Afar góð skráning í bændaglímu GO

Skráning í Bændaglímu GO í ár hefur farið fram úr björtustu vonum og er nú svo komið að orðið er fullt í mótið sem fram fer laugardaginn 24. september næstkomandi. Mótið gæti orðið að 27 holu móti vegna þessa til að rúma fleiri keppendur og yrði Ljúlfingur jafnvel nýttur að hluta undir okkar frábæru bændaglímu. Þetta mun skýrast betur þegar styttist í mótið.

Keppnisfyrirkomulag er fjögurra manna Texas Scramble. Fjórir kylfingar mynda lið sem fær forgjöf sem reiknast þannig út: Leikforgjöf liðsmanna lögð saman og deilt í með 10. Á teig skal sá leikmaður sem er með hæðstu forgjöfina alltaf slá fyrst síðan sá sem er með næst hæðstu og svo koll af kolli. Þegar bolti hefur verið valinn þá eiga allir að leika, líka sá sem á boltann sem valin er. Sá sem er með hæðstu forgjöfina slær alltaf fyrst. Þeir kylfingar sem vilja mynda lið skrá sig hver á eftir öðrum í ráshóp.

Screen Shot 2016-09-15 at 14.38.45

Bændur munu raða kylfingum í holl sem sanngjart þykir. Meðfram Texas leiknum mun hvert holl fyrir sig fá afhentan aukabolta, gulan, bleikan eða appelsínugulan að lit og leika skal honum líka sem höggleik með forgjöf. Forgjöf liðs í þessum leik telst vera leikforgjöf þess kylfings sem er með lægstu leikforgjöfina í hollinu. Þessi leikur spilast þannig að kylfingar slá alltaf til skiptist. Sá sem slær fyrsta högg af teig með þessum bolta slær ekki fyrr en hinir hafa leikið honum. Nánari útskýringar verða gefnar í bændaglímufyrirpartýinu.

Ýmsar uppákomur verða á meðan leik stendur. Bændur munu opinbera þær fyrr en síðar. Innifalið í mótsgjaldi er: Golfskemmtun, nesti, veislumatur eftir leik og lokabændaskemmtiatriði sem mun líklega (ekki) koma á óvart.

Matseðill er ekki af verri endanum:
– æne svænhúnd al la Pálnikki –
– Eftirréttur að hætti Óðins –  

Skráning er á golf.is en hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda tölvupóst á afgreidsla@oddur.is

Eigum góðan lokahnykk saman,
Bændaglímuráð.

< Fleiri fréttir