22/01/2016
Félögum í Golfklúbbnum Oddi gefst kostur á að mæta á almennar golfæfingar undir handleiðslu golfkennara í ár. Um er að ræða gott tækifæri fyrir þá kylfinga sem vilja taka golfleikinn föstum tökum fyrir sumarið. Magnús Birgisson og Phill Hunter munu stýra æfingunum.
Almennar æfingar verða á þriðjudögum kl. 19:00 og stendur æfingin í klukkutíma í senn. Aðeins er pláss fyrir 10 manns í hvern hóp og er verð fyrir hvern mánuð aðeins kr. 10.000
Til að byrja með munu æfingarnar fara fram í Miðhrauni 2 í Garðabæ þar sem Golfklúbburinn Oddur verður með inniaðstöðu næstu mánuði. Fyrsta æfing fer fram þriðjudaginn 26. janúar næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Birgisson í síma 898 7250 eða með tölvupósti á mpgolfkennsla@hotmail.com
Skráning á námskeiðið fer fram hér að neðan: