• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Ályktun stjórnar GO vegna ástands Elliðavatnsvegar 410

Stjórn Golfklúbbsins Odds sendi nýverið ályktun á Vegagerðina þar sem hún er hvött til að sinna hlutverki sínu og tryggja öryggi þeirra sem koma gangandi á íþróttavelli í okkar umsjón. Á golfvöllum GO leika um 600 manns daglega golf og uppbygging á göngustígakerfa í nágrenni okkar í Urriðaholti er líkleg til að auka umferð gangandi vegfarenda og iðkenda sem sækja vilja á okkar svæði frá Urriðaholti og nágrenni. Nauðsynlegt er að tryggja öryggi þeirra og skoða hvernig hægt er að hægja á umferð við aðkomu að íþróttasvæði okkar.

Hægt er að sjá bréf stjórnar hér:

Vegagerdin-25-03-2024
< Fleiri fréttir