• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Ástand Urriðavallar

Vallarstarfsmenn GO vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa opnun Urriðavallar. Á vorfundi GO, sem fram fór í lok apríl, kom fram í máli framkvæmdastjóri GO að stefnt yrði opnun Urriðavallar þann 15. maí. Að sögn Tryggva Ölver Gunnarssonar vallarstjóra þarf hitastigið að rjúka upp næstu daga ef það á að takast.

„Völlurinn lítur vel út en þetta gerist rosalega hægt í þessu hitastigi. Ef það fer að hlýna og næturfrostið hverfur þá getum við kannski staðið við þau fyrirheit að opna 15. maí,“ segir Tryggvi.

Vallarstarfsmenn hafa síðustu daga unnið að því að sanda flatir en með því móti fá flatirnar næringu og hitastigið hækkar til muna í sólinni. Jafnframt er unnið að því að grjóthreinsa og valta brautir. „Ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir þá stefnum við að fyrsta slætti í næstu viku. Flatirnar líta vel út og teigarnir koma margir hverjir vel undan vetri. Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir Tryggvi Ölver.

Það gæti því vel farið svo að fresta þurfi fyrirhugaðri opnun á Urriðavelli um nokkra daga. Það kemur í ljós í næstu viku og verður tilkynnt á vefsíðu GO.

< Fleiri fréttir