14/03/2017
Golfklúbburinn Oddur auglýsir eftir starfsmanni til starfa á Urriðavelli í sumar. Golfklúbburinn Oddur rekur eitt glæsilegasta golfsvæði landsins sem saman stendur af Urriðavelli, 18 holu golfvelli og Ljúflingi, níu holu par-3 velli klúbbsins auk fyrsta flokks æfingasvæðis.
Hæfniskröfur:
– Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára og hafa bílpróf.
– Æskilegt að viðkomandi hafi vinnuvélapróf og reynslu af vinnu á golfvelli.
– Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl næstkomandi og unnið fram í september.
Þeir sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Tryggva Ölver Gunnarsson, vallarstjóra Urriðavallar á tryggvi@oddur.is
Við viljum jafnframt benda ungum íbúum Garðabæjar, 17 ára og eldri, sem hafa áhuga á að starfa á Urriðavelli í sumar að hægt er að sækja um sumarstarf á vef Garðabæjar.