02/07/2015
Vegna góðrar þátttöku hefur Golfklúbburinn Oddur og MP Golf ákveðið að bæta við einu golfleikjanámskeiði fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í sumar. Námskeiðið fer fram 13. – 17. júlí en námskeiðin hafa verið vel sótt í sumar og hafa heppnast einkar vel.
Verð á námskeiðið er kr. 12.000,- Við vekjum sérstaka athygli á því að félagsmenn í GO njóta sérstakra kjara fyrir börn sín og barnabörn og kostar námskeiðið aðeins kr. 9.500,- MP Golf sér um kennslu á námskeiðinu og þar fá krakkarnir að kynnast golfíþróttinni í gegnum SNAG sem hefur algjörlega slegið í gegn og hjálpar byrjendum að ná fyrr tökum á íþróttinni. Golfleikjanámskeiðið fer fram frá kl. 09:00 – 12:00 á mánudag til fimmtudag og á föstudeginum er spiladagur á Ljúflingi.
Skráning er hafin og er lágmarksþátttaka í námskeiðinu 10 þátttakendur.
Skráning fer fram með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan: