• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Bændaglíma 2020 Á hvaða teig byrja ég !

Hér eru upplýsingar um á hvaða teig við eigum að byrja og með hverjum við erum í bændaglímu GO 2020 ásamt fyrirkomulagi. Bændur hafa átt eitthvað við völlinn, sett upp einhver afbrigði af holum, kynna nýjung á 15. holu þar sem græni boltinn vaknar til lífsins og svo verður engin veisla í húsi en við færum hana í staðinn í tjald á vellinum.

Til að þurfa ekki að koma í skála og greiða mótsgjald, þá er í boði að leggja inn á reikning GO 0133-26-212  kennitala 611293-2599 6000 kr. pr. keppanda, látið skýringu um fyrir hvern eða hverja verið er að greiða svo það sé auðvelt að sjá það.

Græni boltinn. Hvert holl fær einn auka bolta og þarf hollið að velja einn kylfing úr hollinu til að leika þeim bolta aukalega á 15. braut og leggjast þau högg við skor liðsins á þeirri holu. Dæmi: Þið leikið 4 manna scramble alveg eins og á að gera og ef þið endið á 2 höggum og leikmaðurinn sem leikgur græna boltanum aukalega endar með skor hans á 3 höggum þá skrifið
þið 5 á kortið á þeirri holu. Ef þið klárið ekki leik af einhverjum sökum með græna boltanum skal bæta við 6 höggum við skor liðsins…….

< Fleiri fréttir