• 1. Object
  • 2. Object

-3.3° - ANA 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Bændaglíma GO 2019

Laugardaginn 28. september. 
Mæting kl.11.00 – Ræsing kl.12.00 af öllum teigum.

Leiknar eru 18 holur á Urriðavelli og 9 holur á Ljúflingi ef með þarf.

Bændur munu raða í holl eftir þörfum.

Hvaða leikur verður þennan dag mun koma í ljós á bændaglímudegi.
Skráning er þannig að þú skráir þig í næsta lausa pláss og ekki er sjálfgefið að þeir kylfingar sem skrá sig saman í ráshóp verði saman í ráshóp á leikdegi. Ýmsar uppákomur verða á meðan leik stendur.

Bændaglímugjald kr: 6.500 þús. kr.
Innifalið í mótsgjaldi er: Golfskemmtun, nesti, veislumatur eftir leik og lokabændaskemmtiatriði sem mun líklega (ekki) koma á óvart. Veigar í fljótandi formi verða veittar á velli og utan vallar ef það á við á meðan á leik stendur.Bændaglímudagskrá.

Bændur 2019 eru: Vladimir Kassawiskey og Lúbba long Silver

Dagskráin verður vonandi á þennan veg:
Kl:11:00
Bændur taka á móti golfsauðum (jákvæð merking) með bændaglímufordrykk. Bændur tilkynna fyrirliða holla. Dregið í lið eftir þörfum og síðan dregið hvaða sauðir tilheyra hvaða bónda.
Kl:12.00
Baldur ræsir út með lúðrablæstri. Á meðan sauðir leika Bændagolfið getur komið fyrir að á hinum og þessum stöðum birtist veitandi til að hvetja og uppörva með aðferðum sem flestir sauðir þekkja.
Kl:16:30 – 17:00
Allir sauðir eiga að vera búnir að skila sér í hús. Fyrirliði ber ábyrgð á því að skorkort séu vel rituð og lagt sé saman skor á fyrri og seinni og samanlagt. Aukaskorkort sem öll holl fá þarf líka að leggja saman og skrá rétt. Skila skal skorkortum til bænda eins fljótt og auðið er.
Kl:17:15 hefst vegferð að veisluborði bænda.
Kl:17:45 Skemmtiatriði.
Kl:18:00 Úrslit glímunar tilkynnt og verðlaun veitt fyrir góðan árangur eða eftir aðstæðum.
Kl:18:15 Skemmtiatriði
Kl:19:00 Bændaglímulok.

Matseðill: Að venju er hið undurgóða SNITSEL með öllu sem með þarf og væntum þess að veisluborðin svigni undan kræsingum. 

Skráning hefst á golf.is þann 10. september klukkan 10:00
Eigum góðan lokahnykk saman.
Bændaglímuráð.

< Fleiri fréttir