• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

BÆNDAGLÍMA GO 2023 FRESTAÐ TIL 7. OKT

BÆNDAGLÍMU FRESTAÐ TIL 7. OKTÓBER Þá er loksins komið að okkar árlegu Bændaglímu. Endalaust fjör og gaman. Þetta mót hefur oft verið nefnt “Hefnd vallarstjórans” þar sem vallarstarfsmenn fá að setja upp ýmsa leiki og hindranir og öruggt að það verður mikið lagt í það.

  • Keppnisfyrirkomulag: 4ra manna Texas Scramble
  • Ræst verður út af öllum teigum klukkan 11:00 ( óstaðfest ) helst aðeins fyrr. Mæting upp úr 10:00 en við biðjum keppendur um að fylgjast með þegar nær dregur þegar endanleg tímasetning verður ákveðin.
  • Boðið verður upp á veigar í föstu og fljótandi formi eins og undanfarin ár, grillið verður heitt á meðan leikið er, keppendur geta stoppað í tjaldi við skálann og bændur verða á ferðinni með eitthvað gott í kroppinn líka.

Þáttökugjaldið er 7.000kr á manninn

  • 20 ára aldurstakmark er í mótið
  • Forgjöf liðs er samanlögð leikforgjöf leikmanna deilt með 3. Forgjöf liðs er þó aldrei hærri en leikforgjöf forgjafarlægsta leikmannsins
  • Skráning hefst föstudaginn 23. september klukkan 15:00 og fer fram á Golfbox
< Fleiri fréttir