• 1. Object
  • 2. Object

-3° - NA 3.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

BÆNDAGLÍMA GO 2024

Það er komið að lokamóti sumarsins, Bændaglímunni sem leikin verður á Urriðavelli og Ljúflingi laugardaginn 21. september. 

Það er mæting stundvíslega um 9:00, stefnum að því að hefja leik klukkan 10:00 ef Frosti leyfir en hann hefur aðeins verið að stríða okkur undanfarið. 

Hérna gefur að sjá liðin tvo, Rauða liðið og Bláa liðið, hvetjum kylfinga til að mæta í eða með eitthvað í liðslit svo liðin verði sýnilegri á velli.   Það verður boðið upp á veigar á velli, veigar í tjaldi, SS pylsur mæta á grillið og hægt vefja þær í brauð með meðlæti, samlokur verða í boði í teiggjöf ásamt súkkulaði og einu og öðru. 

Vinstra megin við nöfnin eru teigar 1 U A , er þá lið á 1 braut á Urriðavelli og fyrri ráshópur, 9 L  er þá 9. braut á Ljúflingi og við förum vel yfir þetta á morgun.  Leiðbeiningar og leikreglur eru einnig hér neðar.

Leik og keppnisreglur.

 

  1. Leiknar er 18 holur á Urriðavelli og 9 holur á Ljúflingi og er leikið er með 4 manna texas scramble leikformi. Allir slá af teig og er besta höggið valið og leika allir þaðan.
    Sá kylfingur sem er með hæstu forgjöf í hópnum slær alltaf fyrstur.
     
  2. Forgjöf kylfinga í 4 manna scramble er lögð saman og deilt í með 10 – Forgjöf liðsins getur aldrei orðið hærri en lægsta leikforgjöf kylfings í hollinu.

 

  1. Næst holu er á 4. 8. 13. og 15. Sá sem á mælinguna skrifar sitt nafn ekki allt hollið.

 

  1. Lengsta teighögg af teig 46 á braut 9 og lengsta teighögg af teig 54 á braut 11 
  2. Afbrigði teiga:
    Teigur nr. 3 Allir sauðir slá af teig nr.46
    Teigur nr. 5 Allir sauðir slá af gamla teig – Keilur merkja teiginn. 
    Teigur nr. 6. Gamli fremsti teigur notaður og merktur með keilum.
    Aðeins má nota 7. Járn og pútter á þessari braut. – 
    Teigur nr. 12  –  Allir slá af teig 46 –  
    Teigur nr. 14  –  Allir sauðir slá af teig nr. 46 –
    Teigur nr. 17  –  Keilur merkja teiginn og slá allir þaðan.
    Hér mega allir kylfingar kasta boltanum einu sinni.  
    Allir þurfa að kasta frá sama stað ef það er valið að kasta.
     
  3. ATH: Allt sem hefur verið sett auka á völlinn, er bannað að hreyfa, lyfta eða hagræða kylfingum til hagsbóta og er ströng viðurlög við brot á þessari reglu sem er númer 1.a í bændaglímubók Vallarvarðar.

 

  1. Veitt verða verðlaun fyrir besta skor beggja liða á Urriðavelli. Veitt verða verðlaun fyrir besta skorið á Ljúflingi.

 

  1. SAUÐIR VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ ÞIÐ FÁIÐ NESTISPAKKA MEÐ YKKUR. ÞAÐ VERÐUR TJALD VIÐ SKÁLANN EFTIR 9. OG 18. Einhver verður á ferðinni eins og hægt er og reyna að sinna ykkur.
    EKKI HRINGJA Í SKÁLANN EÐA Í neinn MEÐAN LEIKAR STANDA. 

 

Góða skemmtun og eigið góðan dag.  

 

Bændaglímuráðið.

< Fleiri fréttir