• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Bændaglíman fer fram 26. september

Hin árlega Bændaglíma á Urriðavelli þann 26. september næstkomandi. Skoskur karlbóndi hefur skorað á Spænskan kvennbónda í glímu og hefur áskorun þessari verið tekið. Kvennpeningurinn sem vill spila saman í holli skrái sig hver á eftir öðrum. Karlsauðir sem vilja spila saman í holli skrái sig hver á eftir öðrum. Ekki hafa áhyggjur ef þú hefur ekki meðspilara því við í ráðinu búum til sterk holl hjá báðum þjóðum.

Spænski bóndinn óskar eftir að sínir keppendur klæði sig eftir aðstæðum en hefur minnst á að gaman væri ef sínar konur væru í flamingo kjólum. Ef aðstæður leyfa ekki slíkt þá merkja sig á einhvern hátt Spanish.

Skoski bóndinn óskar einnig eftir því að sínir keppendur klæði sig eftir aðstæðum en hefur minnst á að gaman væri ef sínir menn klæði sig í skosku pilsin. Ef aðstæður leyfa ekki slíkt þá merkja sig á einhvern hátt Scottish.

Leikið verður á Urriðavelli með afbrigðum og líklegt að leikið verði á 19 holur og ekki allar jafn stórar.

Bændaglímugjald er 5000 kr. – Ath. Karlar leika saman í ráshóp og konur leika saman í ráshóp.

Innifalið í gjaldi þessu er: Mótsgjald, móttökudrykkur, veigar meðan leikið er og fæði af bændaglímumatseðli eftir leik.
Skemmtiatriði verða ef stemmning býður upp á svoleiðis nokk.

Mótið er innanfélagsmót. Leikið verður 4 manna Texas scramble.

Mæting er kl.12:00 Stundvíslega!

Til að mýkja kroppinn fyrir átökin ætlar Pála að skála við okkur fyrir leikinn.

Keppni hefst svo klukkan 13:00

Á meðan á leik stendur mun hin Spænska senorita og Skoski hálendingurinn vera á ferðinni um völlinn og hvetja sitt fólk með ýmsum hætti. Eftir leik verður hið auðmjúka rómaða veisluborð ásamt fleiru góðgæti í golfskálanum. Barinn verður opinn og við ætlum að kveðja tímabilið með stæl og skemmta okkur saman.

Leikreglur/sérreglur og fyrirkomulag keppninnar:

Bændur fyrirskipa yfirstrump í hvert holl/lið og ræður sá strumpur hvaða bolti er valinn og hefur alvald yfir hollinu nema bóndi komi og skipti honum út. Aðrir kylfingar í hollinu verða að vera undirgefnir og auðmjúkir. Ef annað kemur í ljós þá bætist við eitt högg á hollið. Aðeins bóndinn sem á þetta holl getur dæmt þessa refsingu. Allir kylfingar slá af teig og besti boltinn er valinn og mega allir slá þaðan. Svona er gert þar til holu er lokið. Sá sem er með hæstu forgjöf í hollinu slær alltaf fyrst.  Yfirdómari í leik þessum ert ÞÚ.
Það holl í liði sem stendur uppi með besta skorið fær verðlaun.

Það liggur í loftinu að fleiri verði verðlaunaðir en það er í höndum bændaglímuráðs að meta hver á verðlaun skilið.

Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 holum vallarins!
Margt fleira mun verða á leið okkar um völlinn góða þennan dag.

Góða skemmtun
kv. RÁÐIÐ

< Fleiri fréttir