02/06/2015
Golfklúbburinn Oddur mun standa fyrir barna- og unglinganámskeiðum sumarið 2015. Vakin er sérstök athygli á því að allir þeir sem skráðir eru á námskeiðin fá að auki Ljúflingsaðild í sumar og verða félagar í Golfklúbbnum Oddi. Sérstakur afsláttur verður veittur fyrir foreldra, afa og ömmur í Golfklúbbnum Oddi fyrir börn og barnabörn. Námskeiðin sem verða í boði eru eftirfarandi:
Golfleikjanámskeið fyrir 6 – 12 ára
Verð 12.000
Námskeiðin eru 4 daga námskeið og eru mánudaga til fimmtudaga nema fyrsta námskeiðið. Þá kemur 17. júní inn í og verður þá kennt föstudag í staðinn fyrir 17. júní. Annars eru föstudagar spiladagar og verður alltaf starfsmaður frá golfklúbbnum börnunum til aðstoðar.
Farið er í grunnatriðin í gegnum leiki og þrautir.
Hinn vinsæli SNAG-búnaður og SNAG-kennslufræðin eru notuð á námskeiðinu.
PGA golfkennarar og SNAG-leiðbeinendur klúbbsins kenna á námskeiðinu.
Námskeið 1. 15. – 19. júní. Kl. 9.00 – 12.00
Námskeið 2. 22. – 25. júní. Kl. 9.00 – 12.00
Námskeið 3. 29. – 2. júlí. Kl. 9.00 – 12.00
Skráning með tölvupósti á oddur@oddur.is eða í afgreiðslunni á Urriðavelli.
Golfskóli fyrir 12 – 16 ára kylfinga
Vikan 15. – 19. júní. Kl 9.00 – 12.00
Verð 16.000
Golfskólinn er í fjóra daga en ekki er kennt 17. júní. Nemendur eru samt velkomnir á Ljúfling milli 9.00 og 12.00 á 17. júní og mega taka með sér gest.
Farið í pútt, vipp, fleyghögg og fulla sveiflu.
Kynning á reglum, siðareglum, hugarfari og leikskipulagi.
Kennslugögn fylgja.
Æfingarnar eru byggðar upp eins og afreksæfingar og þjálfunaráætlun fylgir svo nemandi geti sett upp sínar æfingar sjálfur eftir námskeiðið.
Skráning á oddur@oddur.is eða í afgreiðslunni á Urriðavelli.
ATH! Foreldrar, afar og ömmur í Golfklúbbnum Oddi njóta sérstakra kjara og fá 2.500 kr.- afsátt af barna- og unglinganámskeiðum GO í sumar fyrir börnin eða barnabörnin.
Veittur er 20% systkinaafsláttur og er 20% afsláttur ef sótt eru fleiri en eitt námskeið.
Öll skráð börn og unglingar fá Ljúflingsaðild og geta leikið á Ljúflingi í allt sumar!