• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

BRAUT Í FÓSTRI

Á Urriðavelli er virkt hreinsunarverkefni í gangi yfir sumarið sem gengur út á það að félagsmönnum er úthlutuð golfbraut eftir stafrófinu sem við óskum eftir að verði sérstaklega sinnt af kylfingnum og nefnum við þetta “braut í fóstri”. Verkefni félagsmannsins er þá að sinna ákveðinni braut þegar hann leikur völlinn og felur það í sér t.d. að tína upp rusl, henda brotnum tíum í þar til gerða standa, raka sandgryfju eða laga hrífu ef við á og almennt hugsa um sína braut svo hún verði ávallt snyrtileg.

Félagsmönnum hefur verið skipt upp í 18 hópa og farið er eftir stafrófsröð. Við vonum að allir okkar kylfingar verði duglegir í sumar að sinna þeirri braut sem fellur hverjum og einum í skaut og þá mun okkar umhverfi verða enn snyrtilegra en það nú þegar er.

Hér sést upphafsnafn og lokanafn á hverri braut og ef þitt nafn á heima þar á milli þá er það brautin þín.

Braut 1 :               Adda – Árni

Braut 2:                Ása – Bjarni

Braut 3:                Bjartur – Davíð

Braut 4:                Diðrik – Esekíel

Braut 5:                Ester – Guðjón

Braut 6:                Guðlaug – Guðrún

Braut 7:                Gunnar – Haraldur

Braut 8:                Harpa – Hrafn

Braut 9:                Hrafnhildur – Jóhann

Braut 10:             Jóhanna – Jökull

Braut 11:             Karl – Lárus

Braut 12:             Leifur – Nína

Braut 13:             Oddný – Poul

Braut 14:             Rafn – Sigríður

Braut 15:             Sigrún – Skúli

Braut 16:             Smári – Sveinn

Braut 17:             Sverrir – Vilborg

Braut 18:             Vilhjálmur – Össur

< Fleiri fréttir