• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Bréf frá formanni

Nú þegar golftímabilið er hálfnað er gott að setjast niður og hugsa til baka hvernig golfsumarið hefur verið til dagsins í dag. Ég get allavega sagt að völlurinn er einstaklega fallegur og einhvern veginn virðist myndasafnið mitt vera hlaðið fallegum myndum af teig, af augnablikum sem snertir hjartað. Um leið og ég dáist að vellinum minnist ég þess varla að hafa spilað hann í logni í sumar líkt og við gerðum í fyrrasumar en vindurinn og hreinlega rokið gerir okkur bara að betri kylfingum, því ætla ég að trúa. Staðan er orðin sú að þegar dettur í logn og flugurnar láta ljós sitt skína treystum við eiginlega ekki vegalengdinni sem eftir er að holu því eiginleikinn að spila í logni hefur eitthvað tapast.

Fjölmargir nýir meðlimir hafa bæst í okkar góða hóp í ár og býð ég þá alla hjartanlega velkomna í klúbbinn okkar. Ég veit að við munum öll taka vel á móti þeim þegar við hittumst á teig, leggjum okkur fram við að leiðbeina um rétta umgengni vallarins, svara spurningum og hugleiðingum sem vakna. Umfram allt eigum við að sýna hvort öðru virðingu og þolinmæði með bros á vör. Allir hafa einhvern tímann verið nýliðar hvort sem við höfum verið byrjandur í golfi eða lengra komin.

Ánægjulegt hefur verið að setjast niður með mörgum ykkar, heyrt bæði hrós og ábendingar en bæði þessi orð er svo mikilvæg fyrir okkur öll sem vinnum og hrærumst í starfi klúbbsins, án ykkar næst engin árangur. Hvet ég ykkur því að gleyma ekki hrósinu og sýna þakklætið í orði, því á því lifum við.

Árlegt meistaramót fór vel fram þar sem krýndir voru fjölmargir meistarar, vil ég óska vinningshöfunum öllum innilega til hamingju með árangurinn. Klúbbmeistarar Golfklúbbsins Odds í ár eru þau Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Rögnvaldur Magnússon.

Golfklúbburinn Oddur hefur nú skipað nokkrar keppnissveitir sem munu taka þátt í Íslandsmóti Golfklúbba sem fram fer í næsta mánuði á nokkrum völlum landsins. Keppnissveitirnir hafa æft ötullega í vetur,vor og sumar undir stjórn þeirra Phill Hunter og Rögnvalds Magnússonar hjá Golf akademian Oddur. Áhugavert verður að fylgjast með og reyna að setja sig inní spennuna og liðsandann sem skapast. Fréttir af gengi sveitanna munu birtast á heimasíðu okkar og á facebook síðu klúbbsins. Ég vil þakka þjálfurum, starfsfólki og keppnissveitunum fyrir að leggja sig fram fyrir klúbbinn, og um leið óska ykkur öllum góðs gengis í keppnunum sem framundan eru.

 

Að lokum óska ég félagsmönnum öllum áframhaldandi gleði, golfs og sumars með ættingjum og vinum.

 

Með kveðju,

Elín Hrönn Ólafsdóttir Formaður

< Fleiri fréttir