• 1. Object
  • 2. Object

-3.2° - ANA 4.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Breytingar á forgjafakerfi árið 2020 – Aðlögunartími næstu tvö golfsumur

Frá og með árinu 2020 verður eitt forgjafarkerfi notað á heimsvísu og verður það í fyrsta sinn sem eitt kerfi verður notað til að reikna út forgjöf kylfinga. Æðstu samtök golfíþróttarinnar á heimsvísu, USGA í Bandaríkjunum og R&A í Skotlandi hafa unnið að þessu verkefni í samvinnu við fjölmarga aðila og samtök á undanförnum árum.

Forgjafarkerfi fyrir kylfinga hafa verið ólík víðsvegar um veröldina og mismunandi áherslur einkenna hvert forgjafarkerfi.

Forgjafarkerfið hefur nú þegar verið prófað af 52.000 kylfingum í 15 löndum. Niðurstaðan er að 76% þeirra voru ánægðir með breytingarnar, 22% höfðu ekki skoðun á breytingunni og aðeins 2% voru óánægðir.

Hér eru helstu atriðin sem einkenna WHS forgjafarkerfið, World Handicap System. 

  • Forgjöf kylfinga verður reiknuð út frá árangri kylfinga í keppni og einnig út frá þeim golfhringjum eða golfholum sem leiknar eru utan keppni en er skilað til forgjafar.

  • 20 nýjustu golfhringirnir eru lagðir til grundvallar þegar forgjöfin er reiknuð og er þá meðaltalið af 8 bestu hringjunum notað til viðmiðunar.

  • WHS Forgjafarkerfið kemur til með að taka tillit til veðuraðstæða sem gætu haft áhrif á árangur kylfinga.

  • Forgjöf kylfinga verður uppfærð daglega.

  • Allir nýliðar í golfíþróttinni byrja með 54 í forgjöf og gildir það bæði fyrir konur og karla, börn og unglinga. Markmiðið er að gera upplifun nýliða úti á vellinum enn betri.

  • WHS forgjafarkerfið byggir á meðaltali síðustu 20 golfhringja er mikilvægt að kylfingar skrái sem flesta golfhringi á næstu tveimur árum. Bæði góða og slæma. Með þeim hætti fá kylfingar eins rétta forgjöf og hægt er þegar WHS forgjafarkerfið verður tekið í notkun 1. janúar 2020.

  • WHS forgjafarkerfið er sett saman úr því sem hefur virkað hvað best í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðaltalskerfið kemur úr bandaríska forgjafarkerfinu sem notað hefur verið af USGA og fleiri samböndum. Flest annað kemur úr EGA forgjafarkerfinu sem notað hefur verið í Evrópu og víðar.

  • Í WHS forgjafarkerfinu verður einn forgjafarflokkur.

  • Allir kylfingar með hærri forgjöf en 4,5 geta skráð alla hringi til forgjafar. Þeir sem eru með forgjöf 4,4 eða lægra geta aðeins skráð keppnishringi til forgjafar líkt og verið hefur. 

    Nánar verður greint frá forgjafarkerfinu á golf.is á næstunni og í 1 tbl. Golf á Íslandi 2018.

< Fleiri fréttir